20.3.2008 | 13:44
Tvö herbergi og eldhús?
Ekki telst ég mikill stuðningsmaður Hillary Clinton, en mér þykir þessi frétt skjóta frekar ríflega yfir markið.
Aðalfréttaefnið er að hún hafi verið í Hvíta húsinu á meðan Bill "reykti vindla" með Monicu. Og hvað?
Það er ekki eins og að Hvíta húsið sé aðeins tvö herbergi og eldhús, þannig að þetta hefur engan tilgang, nema ef til vill að sýna fram á "einbeittan brotavilja" Bills og yfirgengilega "vindlafíkn" hans.
Þessi setning ein og sér gerir það að verkum að tilfnefna þarf þessa frétt til verðlauna, hvort sem um er að ræða snilld í upprunalegu fréttinni eða frábæra þýðingu:
"Þeim fundi lauk með því að Bill skildi erfðaefni sitt eftir á bláum kjól lærlingsins, kjólnum sem bandaríska alríkislögreglan FBI lagði síðar hald á í rannsókn á meinsærismáli forsetans."
En það sem kemur fram um NAFTA og stefnumótun í heilbrigðismálum er hins vegar þyngra á vogarskálunum og verðskuldar nánari umfjöllun.
Ekki þar fyrir að NAFTA er hið besta mál, en því eru ekki allir Bandaríkjamenn sammála, þar með talinn Hillary Clinton nú.
Lewinskymálið skýtur á ný upp kollinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.