Leysir euro-ið öll vandamál?

Í nokkuð langan tíma hafa menn og þá sérstaklega "menn í atvinnulífinu" eins og það er kallað talað um að krónan sé of sterk.  Stjórnmálamenn, svo sem viðskiptaráðherra, hafa talað um að dagar krónunnar séu svo gott sem taldir og við þurfum að skipta um gjaldmiðill.  Í sama streng hafa togað utanríkisráðherra og hinn geðþekki planstarfsmaður í iðnaðarráðuneytinu.  Bankastjórar hafa talað niður krónuna, eigendur stærstu fyrirtækja landsins tala niður krónuna, og Íslendingarnir á "Forbeslistanum" tala um að það þurfi að skipta um gjaldmiðil.

Sömu menn tala svo gjarna um að undirstaða viðskipta sé traust.

Sé þetta lagt saman, er þá einhver hissa á því þó að krónan láti hratt undan síga?  Nú ætla ég ekki að segja að vantraust viðskipta og ráðamanna hafi dugað eitt og sér, en það hefur ábyggilega ekki hjálpað til.  Utanaðkomandi þættir sem og langvarandi viðskiptahalli og umframeftirspurn eftir gjaldeyri,  spila að sjálfsögðu stærsta rullu, en vangaveltur æðstu manna í stjórnmálum og viðskiptum spila með. 

Því ef að skipt verður um gjaldmiðil á Íslandi, er eðlilegt og klókt að þeir sem eiga örlítið fé, vilji vera á undan kúrfunni, vegna þess að það er aldrei að vita hvert gengishlutfallið yrði þegar og ef skipt yrði um gjaldmiðiðl.  En eitt euro eða einn franki yrði áfram nákvæmlega það.  Síðan segir "læmingjaeðlið" til sín og til verður krónuhrap. 

Við þessar ástæður verða köllin eftir gjaldmiðilsskiptum ennþá háværari og allir telja sér trú um að framtíðin verði svo mikið bjartari ef bara krónunni væri hent.  Flestir kjósa að líta fram hjá sukkinu og eyðslunni, sem hefur verið langt umfram aðstæður, hjá ríki, sveitarfélögum og einstaklingum.

En hvernig væri umhorfs á Íslandi ef gjaldmiðilinn hefði verið euro undanfarin ár?

Auðvitað er erfitt að spá um síkt, en þó er ekki óeðlilegt að áætla að Íslendingar hefðu gengið en glaðari um dyr lánsfjár.  Húsnæðisverð hefði farið enn hærra og tröppurnar niður á við væru enn brattari.

Ef til vill getum við að einhverju marki tekið mið af reynslu Íra, en þeir hafa undanfarin ár verið "spútnikþjóð" rétt eins og Íslendingar og velgengni þeirra gjarna nefnd af þeim sem sjá euro og ESB í ljósrauðum kratabjarma.

Hér á eftir eru nokkur "kvót" frá grein um The Telegraph um ástandið á Írlandi.  Þar var "skemmtunin" mikil og þennslan á húsnæðismarkaðnum var ævintýraleg.  Vextir voru alltof lágir segja menn á Írlandi nú.  Skuldir Írskra heimila nemur 190% af tekjum þeirra.

Núna eru vextir hærri, húsnæðisverð hefur hrunið, atvinnuleysi er að aukast og er nú yfir 5% og vextirnir eru of háir. 

Ekkert er hægt að gera vegna þess að Evrópski seðlabankinn getur ekki miðað vextina við Írland.  Dettur einhverjum í hug að hann myndi miða þá við efnahagsástand á Íslandi?

Uppgangur euro hefur svo tekið 20% af samkeppnishæfnti Írlands, sem byggir mikið á viðskiptum við Bandaríkin og Bretland.  Allir þekkja hvernig dollarinn stendur og pundið hefur ekki fylgt euro-inu. 

Er ekki Bretland sömuleiðis mikilvægasta viðskiptaland Íslands?

Morgan Kelly, of University College Dublin, said the government is almost powerless to stop the downturn becoming a severe slump. "We're in a classic post-bubble recession, yet we can't do anything that a country would normally do in this situation because we're inside the eurozone," Prof Kelly said. "We can't cut interest rates, we can't devalue, and there is a lot less room for fiscal stimulus than people think. We're stuck.

Irish house prices fell 7pc last year. The pace of decline has accelerated so far this year. The damage is spreading to the broader economy. Unemployment jumped to an eight-year high of 5.2pc in February, from 5pc in January.

Ireland has been a star performer over the past 20 years, transforming itself from a high-tax backwater in the early 1980s to a free-market tiger. However, the country is the most exposed in the EU to both the dollar and sterling blocs, leaving it more vulnerable to trade and investment effects of the soaring euro.

Prof Kelly said Ireland had lost 20pc competitiveness against its trade partners since the launch of EMU.

Eurozone rates of 2pc in the early part of this decade fuelled a credit bubble that has gravely distorted the economy. Household debt has reached 190pc of disposable income, the highest in the developed world. Bank lending rose by 30pc annually. Construction reached 15pc of national income, with 280,000 employed there,

Matthew Taylor, a credit expert at Fitch Ratings, said 27pc of all outstanding loans by late last year were to property and construction, leaving banks heavily exposed. Irish Nationwide Building Society has been downgraded from A to A-.

Over 55pc of all mortgage loans are at floating rates, with several banks offering 100pc mortgages at the top of boom. Interest-only loans made up 16pc of the total borrowing in the third quarter of 2007. Anglo-Irish Bank, Allied Irish Banks, Bank of Ireland and EBS, all have a big stake in the property sector.

The establishment has pretended it's business as usual. But the mood is now changing. The Irish Independent warned this week that the country is sliding into a serious slump.

"Look at all the signs: every single one is screaming that the economy is in big, big trouble. Housing market dead, new car sales dead, consumer confidence is dead, record job losses, exporters being killed off by a strong euro, fuel prices spike, housing repossessions increase," it said.

Ireland is the only country to hold a referendum on the EU's revamped constitution, now called the Lisbon Treaty. The darkening economic picture may greatly queer the pitch.

Hér eru svo örfá dæmi sem ég rakst á um erfiðleika banka og efnahagslífs hér og þar í Evrópu.

Dönskum bönkum vantar lánsfé  Vandræði á Spænska fasteignamarkaðnum  Lánum í vanskilum fjölgar á Spáni  Írskir banka þurfa líklega björgunaraðgerðir, vegna fallandi fasteignaverðs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Nákvæmlega.

Hjörtur J. Guðmundsson, 19.3.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband