O que Está

Það er ekki allt í standi í Ferrari bílskúrnum þessa dagana.  Aðra keppnina í röð er eitthvað að í bíl "Skósmiðsins".  Á Suzuka kostaði það hann sigurinn og líklega sjálfan heimsmeistaratitilinn, persónulega hef ég enga trú á því að Alonso glopri titlinum úr höndum sér.

Nú á Interlagos þarf hann að hefja keppnina í 10 sæti, gerir honum erfitt fyrir að sigra og enda ferillinn með stæl.  Það þarf augljóslega að taka til höndunum í þessari deild, eftir langa sögu áreiðanleika, virðist nú allt á niðurleið.  Það er engu líkara en seinheppni Raikkonen hafi komið til liðsins á undan honum.

En Massa sýndi góða takta, tók pólinn á heimavelli og hélt uppi heiðri Ferrari.  Raikkonen náði öðru sætinu, Trulli kom nokkuð á óvart og náði því 3. og svo er "Tígulgosinn" í því fjórða.  Ég hef enga trú á öðru en að Alonso aki varlega, honum nægir 1. stig.  En vissulega gæti hann lent í óhappi, en það verður að teljast ólíklegt.  En svo ólíklega vildi til að einhver myndi lenda í því að keyra hann út úr brautinni, eða lenda í samstuði við hann, væri þeim hinum sama líklega hollast að elta Schumacher uppi og gera slíkt hið sama, ella yrði allt vitlaust.  En það verður gaman að fylgjast með hvort að aðrir ökumenn verði aðgangsharðir við Alonso, vitandi að hann getur ekki tekið mikla áhættu?

En hvernig sem allt fer á morgun fær Michael Schumacher bikar.  Honum verður afhentur bikar, nokkurs konar "Lifetime Achievement" bikar fyrir frábæran árangur sinn í Formúlunni.  Það verður Pele sem afhendir hann og er sagt að þar afhendi heimsins mesti fótboltamaður mesta ökumanninum bikar.


mbl.is Massa á ráspól, bílbilun aftraði Schumacher sem leggur tíundi af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband