21.10.2006 | 04:50
Bara af því að við gátum tekið ákvörðunina?
Nú þegar ákveðið hefur verið að hefja hvalveiðar frá Íslandi á ný, hafa margir velt því fyrir sér hvers vegna þessi ákvörðun var tekin. Hafa sumir viljað meina að ákvörðunin hafi verið tekin eingöngu vegna þess að "við gátum tekið hana".
Auðvitað er það einföldun að halda því fram, en þó er það vissulega nokkuð til í því. Ég tel að ákvörðunin hafi að hluta til verið tekin vegna þess að Íslendingar vilji láta vita að þeir ráði sjálfir sínum málum. Vegna þess að ef að íslenskir vísindamenn telja að stofnunum sé ekki hætta búin þá teljum við ekkert mæla á móti veiðum, ef ekki koma fram rök fyrir því að stofnar langreyða og hrefnu séu í hættu, þá áskilji Íslendingar sé rétt til að nýta stofnana af skynsemi.
Sama lögmál gildir t.d. um tillögur sem fram hafa komið um bann við botnvörpuveiðum. Ég ætla ekki að dæma þær tillögur, til þess tel ég mig ekki hafa næga þekkingu. En vissulega getur það orðið svo að slíkt bann verði nauðsynlegt. En ég vona að ef til slíks kemur verði það ákvörðun Íslendinga, tekin af íslenskum stjórnvöldum í samráði við íslenska vísindamenn.
Sama vona ég að verði upp á teningnum ef fram koma tillögur um bann við svartfuglsveiðum, gæsaveiðum, eða öðru slíku, ákvörðunin verði tekin á "heimavelli".
Þess vegna held ég að ástæðan sé að sumu leyti vegna þess að "við gátum tekið þessa ákvörðun".
Og það sem meira er, ég held að það sé nokkuð gild ástæða.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Menning og listir, Saga, Viðskipti | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.