Sjö

Þeir voru ekki nema sjö sem kláruðu í Melbourne.  Í fljótu bragði (síðan ég byrjaði að horfa á útsendingar frá Formúlunni)  man ég ekki eftir nema einni keppni þar sem færri hafa komið í mark, en það var í Monaco 1996, þegar 4. bílar luku keppni, gríðarleg rigning og Oliver Panis vann sinn eina formúlusigur.

En keppnin í "dag" var ágætlega skemmtileg, þó að niðurstöðurnar væru ekki beint til þess fallnar að kæta geðið.  Árangurinn hjá Ferrari var langt í frá ásættanlegur og stigin sem við bárum úr býtum full hringlaga.

En Hamilton vann þetta verðskuldað.  Það var gaman að sjá Rosberg á palli og eins og kemur fram í fréttini stal Bourdais  senunni með góðum akstri, en þó að hann sé nýliði í Formúlunni, er hann enginn nýgræðingur, hefur náð gríðarlega góðum árangri í CART kappakstri í Bandaríkjunum.  Það var grátlegt fyrir hann að falla úr keppni þegar svona stutt var eftir, en hann náði þó í 1. stig.

En þetta er helgi sem við Ferrari menn viljum gleyma sem fyrst, við horfum fram á veginn til Malasíu um næstu helgi.

P.S.  Ég hef nú ekki sammála því að skella skuldinni alfarið á Massa þegar þeir Coulthard skullu saman.  Ég hef reyndar ekki tækifæri til að skoða þetta aftur (hlýt að finna þetta á netinu þó), en mér sýndist þetta alveg eins vera DC að kenna, sem ætlar sér að loka of seint. En auðvitað er erfitt að dæma þetta, DC gaf það strax út að þetta væri Massa að kenna, en ég hef ekkert séð frá Massa sjálfum.


mbl.is Hamilton öruggur sigurvegari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Evert S

Massa hefur gefið það út að ekki sé ástæða til að biðja Coulthard afsökunar, þar sem þetta var ekki Massa að kenna.

Ég er sammála MASSA

Evert S, 16.3.2008 kl. 19:04

2 identicon

Það kláruðu bara 6 í Indianapolis 2005 en þar byrjuðu líka bara 6 í furðulegustu Formúlu 1 keppni sem hefur sést held ég.

Bjarki (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 21:28

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Jamm, Indy 2005 var furðuleg keppni, og lítt eftirminnileg.  Klúður Michelin eyðilagði keppnina, en ég þakka fyrir að vera minntur á hana.  Það má meira en vera að einhvern tíma hafi bara 6 klárað í Monaco, en ég hef það ekki í minninu í svipinn.

Ég er búinn að skoða þetta með Massa og DC aftur.  Ég get ekki séð að Massa eigi að taka á sig sökina hvað þetta varðar.  En svona atvik eru alltaf umdeilanleg og hægt að rífast lengi um slíkt.

G. Tómas Gunnarsson, 16.3.2008 kl. 23:15

4 identicon

Mér sýnist þetta atvik vera báðum að kenna og hvorugum. Massa var ekki kominn alveg við hlið DC og hefði því átt að víkja, hins vegar var hann innar í beygjunni og átti því "réttinn". Mér sýnist þetta bara vera svona dæmigert slys sem alltaf getur átt sér stað og óþarfi að kenna einhverjum um.

Daníel (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband