15.3.2008 | 05:38
Vonbrigði - Fall er fararheill
Það er ekki hægt að neita því að byrjunin veldur mér vonbrigðum, en það má þó ekki lesa of mikið í fyrstu tímatökuna á tímabilinu.
En bilunin hjá Raikkonen setur þó ekki góðan tón, en það sem skiptir þó mestu máli er auðvitað keppnin á morgun.
En það sem vekur mesta athygli er feikigóður árangur hjá Kubica og sömuleiðis er Kovalainen að standa sig mjög vel. En BMW hljóta að vera ánægðir með 2. og 5. sætið.
Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þeim Raikkonen og Alonso gengur á morgun, og ekki síður hvort að Massa nær að berjast við Hamilton og Kubica um sigurinn, en það verður líklega aðalmarkmiðið hjá Kovalainen að halda honum á bakvið sig, en þriðja sætið hans er gríðarlegur styrkur fyrir Hamilton.
Spurningin er m.a. hvort að McLaren láti ekki þungan hvíla á Hamilton, því sú hugsun að ef þeir hefðu sett fókus á einn ökumann í fyrra, hefði það skilað liðinu heimsmeistaratitli, hlýtur að sitja aðeins í huga þeirra.
En keppnin á morgun verður án efa skemmtileg, þó að ég geti ekki verið mjög bjartsýnn fyrir hönd minna manna.
Hamilton á ráspól en meistarar byrja aftarlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru Bimmarnir ekki á tómum tank og koma snemma inn? Bilun í bensíndælu hjá Kimi, en þeir redda því nú snarlega og svo hef ég meiri trú á Kimi ef hann þarf að sækja, en Massa er í þokkalegri stöðu. Nú reynir bara á hæfileika nýja stjórans í skipulagningu þjónustuhléa.
Ferrarikveðja Heiðar
HsBræður, 15.3.2008 kl. 16:33
Að sjálfsögðu eigum við alfarið eftir að sjá keppnin þróast og hvernig áætlanir eru. En Kimi getur að sjálfsögðu sett vel á tankinn.
Ég held að Bimmarnir verði sterkir í ár og Kubica á mikið inni sem ökumaður.
En lykilmaðurinn í kappakstrinum í kvöld verður Kovalainen, ef honum tekst að halda Massa fyrir aftan sig í langan tíma, stendur baráttan fyrrst og fremst á milli Hamilton og Kubica. Massa þyrfti helst að fara fram úr honum strax í startinu.
En svo gerist auðvitað alltaf eitthvað óvænt.........
G. Tómas Gunnarsson, 15.3.2008 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.