Mynd segir gjarna meira en þúsund orð

Ekki er ég á móti vegabótum.  Fátt er brýnna á landi sem Íslandi en að efla samgöngukerfi, hvort sem það eru vegir, flugvellir eða netsamband.

Ekki er ég heldur á móti þessum framkvæmdum, Vaðlaheiðargöng eiga eftir að verða búbót og eru t.d. mörgum sinnum skynsamlegri framkvæmd heldur en Héðinsfjarðargöng, og ekki veitir heldur af því að bæta Suðurlandsveg.

En það vakti athygli mína hvernig staðið er að þessari kynningu.  Hér dugar ekki samgönguráðherra, heldur mætir viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra sömuleiðis til kynningarinnar.

Það skyldi þó ekki tengjast því að þeir koma líklega til með að bjóða sig fram aftur í því kjördæmi sem önnur framkvæmdin er í.

Samgönguráðherra kemur svo úr kjördæminu sem hin framkvæmdin er í, og þar sem Sjálfstæðisflokkurinn á engan ráðherra úr því kjördæmi, þá fær einn óbreyttur þingmaður að fljóta með, svona til að alls jafnræðis sé gæts.

Þetta er auðvitað ekkert einsdæmi, en segir þessi mynd sem er með fréttinni sem þessi færsla er tengd við,  ekki meira en mörg orð hvernig staðið er að ákvörðunum um vegaframkvæmdir á Íslandi, nú, í fortíð og í fyrirsjáanlegri framtíð?


mbl.is Tvöföldun hefst 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hér er ég þér sammála, enda notast ég mikið við myndir til að kynna mínar hugmyndir.

Hér má sjá eina slíka um samgöngumál fyrir borgina og er að sjá að þingmenn og fleirri hafi stokkið á þessa - hug - mynd hér :)

Hér má sjá hugmynd að neðanjarðarlestarkerfi eða metró sem að ég kynnti myndrænu formi hér á blogginu fyrir nokkru síðan



Hugmynd að 21 Km neðanjarðarlestarkerfi í Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Hugmyndin gengur út á að tengja saman 14 staði með 21 Km neðanjarðarlestarkerfi sem liggja myndi um Reykjavík og Kópavog.

Hér má horfa á frétt sem Lára Ómarsdóttir hjá Stöð2 fjallar um hugmyndir undirritaðs í fréttum í gær.

Smellið á hér til að horfa á frétt um neðanjarðarlestarkerfi fyrir Reykjavík á Stöð-2

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.3.2008 kl. 06:59

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég vil nú byrja á því að óska þér til hamingju með góða útfærslu á hugmyndinni.  Þetta lítur vel út og tengir saman flesta ef ekki alla mikilvægustu punktana, þó að vissulega megi alltaf karpa um slíkt.

En ég myndi skjóta á (hér er ekki um neina útreikninga að ræða) miðað við framkvæmdir annarsstaðar að kostnaðurinn við þessa útfærslu væri í kringum 200 milljarða ISK,

Ég held meira að segja að slíkt væri varlega áætlað.  Það verður að hafa í huga að stór partur af Reykjavík hentar líklega ekki alltaf vel fyrir neðanjarðarlestir (hér er ég líka að tala án þess að hafa vísindarannsóknir til að byggja á).  Mið og Vesturbærinn eru t.d. það nálægt sjó, að án efa þyrfti að leggja í gríðarlega kostnaðarsamar aðgerðir til að tyggja að göng lækju ekki og þar fram eftir "göngunum".  Slíkt þekkja þeir sem hafa verið að grafa nærri ströndinni.

Ég held að þessar hugmyndir séu því algerlega óraunhæfar fyrir þá ca. 130.000 manna byggð sem þeim er ætlað að þjóna.

G. Tómas Gunnarsson, 14.3.2008 kl. 16:56

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Samkvæmt því sem ég fæ upplýst, þá kostar ca. 1 milljarð pr. stöð og svo 3 milljarða pr. kílómeter í göngum sem að ég vil meina að sé mun lægri tala.

Það gerir 14 + 3 x 21 = 77 Milljarðar.

Nýju borarnir geta fóðrað göng um leið og þau eru boruð og svo er aðeins lítill hluti af göngunum nálægt sjó og þrátt fyrir það, þá er bergið nokkuð þétt þar sem stór hluti svæðisins er jökulsorfið berg og með svipaðan þéttleika og Hvalfjarðargöngin eru með.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.3.2008 kl. 21:30

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég sá þessar tölur í fréttunum, en verð að viðurkenna að ég er ekki alltof trúaður á þær, þó að vissulega væri það góðar fregnir ef þetta kostar ekki meira.

Samanber rétt ríflega 9 km lestarkerfið í Rennes, sem nefnt hefur verið í umræðunni, en þeir 9 kílometrar ásamt 15 stöðvum kostuðu um 55 milljarða og var tekið í notkun árið 2002.

Ef við flytjum það upp í 21 km, væri það ca. 128 milljarðar.  Að vísu nokkuð frá þeim 200 sem ég skaut á hér að ofan, en tölurnar eru frá 2002.

Sömuleiðis hlýt ég að benda á þá reynslu sem Íslendingar hafa af lágum áætlunum og hvernig byggingakostnaður gjarna þróast.

G. Tómas Gunnarsson, 15.3.2008 kl. 05:57

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það má líka setja hérna inn grein sem fjallar um kostnað við jarðlestalagnir hér í Kanada.  Þar er talað um að km kosti frá 100 til 180 milljónir dollara. og þó er ekki alltaf talað um nýjar tölur. Það eru um 7 til 12 milljarðar á km.

Þar er meðal annars fjallað um 19.5 km leið í Vancouver, Canada Line sem kostar um 140 milljarða á áætlun frá 2003.

G. Tómas Gunnarsson, 15.3.2008 kl. 06:10

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég get ekki annað séð ef rétt er að það séu fullt af peningum í þessu dæmi :)

Ef svo er, þá er hér kjörið útrásartækifæri fyrir Íslendinga að fara út í þróun og smíði á svona búnaði og þá að sjálfsögðu með útflutning í huga. Hér væri jafnvel hægt að leggja álvershugmyndir á hilluna í nokkur ár.

En einhverra hluta vegna, þá hefur þeim í Rennes tekist að byggja upp sitt kerfi fyrir ásættanlega upphæð og ekki virðist hafa verið kastað til hendinni þar eða sparað á neinn máta. Þeir notuðu meðal annars heimsfrægan arkitekt að nafni Norman Foster sem hefur líklega kostað sitt.

Svo er það spurning hvort að það henti okkur að vara með stóra þunga og dýra vagna?

Hér er dæmi um nýja og mjög ódýra lausn sem vert er að skoða og er hún bara ein af mörgum

http://www.monorails.org/tMspages/Metrail1.html

Ég ráðlegg þeim sem hafa áhuga á málefninu að skoða allar síðurnar vel sem eru þrjár talsins.

Að vísu er notast við jarðeldsneyti en ef ég þekki Íslendinga rétt, þá ætti að vera lítið mál að breyta svona vagni svo að hann myndi notast við innlenda orkugjafa.

Á heimasíðu fyrirtækisins, má sjá samanburð á ýmsum kostnaðarliðum hér:

http://www.metrail.com/06-benefits.html

Ekki má gleyma að með nýrri tækni koma nýir og ódýrari möguleikar.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.3.2008 kl. 10:20

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Íslendingar hafa nú ekki verið þekktir fyrir það hingað til að framkvæmdir þeirra séu mikið ódýrari en sambærilegar framkvæmdir annarra þjóða, það hefur frekar verið á hinn veginn.

Það þarf líka að breyta uppbyggingu í Reykjavík til að þetta verði fýsilegt, þéttingin í kringum stöðvar þyrfti að vera mikil, en ef til vill gæti hún komið eftir á, en það yrði að vera ljóst að að því yrði stefnt, og misskilinn NIMBYismi ekki látinn stöðva það.

En ég held að þetta sé alltof dýr framkvæmd fyrir höfuðborgarsvæðið, alla vegna nú í dag, hvað sem síðar verður.

G. Tómas Gunnarsson, 17.3.2008 kl. 03:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband