19.10.2006 | 21:19
Gott mál - Aukin samkeppni - Verra mál - Auknar niðurgreiðslur
Það hljóta flestir að fagna því að samkeppni ríki í innanlandsflugi á Íslandi, ja nema þeir sem telja samkeppni frekar til leiðinda, en það er önnur saga.
En það er vissulega þörf á samkeppni á flugleiðum eins og á milli Akureyrar og Reykjavíkur, enda kosta það svipaða upphæð að bregða sér þar á mili og frá Reykjavíkur til London svo eitthvað dæmi sé tekið.
Það hlýtur hins vegar að vera umhugsunarefni fyrir Íslendinga að um þegar nýtt flugfélag er að tilkynna um áform um innanlandsflug hefur niðurgreiðsla á innanlandsflugi stóraukist. Það hlýtur að vera umhugsunarefni hvers vegna hið opinbera á að vera að greiða niður flug til Sauðárkróks. Hvaða nauðsyn ber til að fljúga þangað? Nú eða Hafnar í Hornafirði? Vestmannaeyja? Er ekki eðlilegt að það fólk sem vill fljúga til eða frá þessum stöðum greiði fyrir það sem það kostar, nú eða noti að öðrum kosti aðrar samgönguleiðir?
En þegar ég les um horfur á aukinni samkeppni í innanlandsflugi, og þá hugsanlega aukinn fjölda farþega, þá velti ég því fyrir mér, hvað er að gerast í málefnum Reykjavíkurflugvallar? Eitthvað? Eða verður flugvöllurinn aðalmálið í næstu kosningum, árið 2010?
Innanlandsflug hjá Iceland Express næsta vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Ferðalög, Viðskipti | Facebook
Athugasemdir
Málið með amk. Vestmannaeyjar er það að Landsflug hætti að fljúga þangað. Verðið hækkaði (vegna hallareksturs) og aðsóknin minnkaði í framhaldinu og því lagðist flugið niður.
Flugfar til vestmannaeyja kostaði áður en flugið lagðist niður rúmar 8 þús krónur. Fram og til baka um 16 þúsund.
Guðmundur D. Haraldsson (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 22:06
Bestu þakkir fyrir það. En ég sé samt ekki rökin fyrir því að ríkið niðurgreiði flug til Vestmannaeya, ef þeir sem leið eiga til og frá Eyjum, höfðu ekki áhuga á því að notfæra sér það, vegna þess hvað það kostar mikið.
G. Tómas Gunnarsson, 20.10.2006 kl. 02:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.