Skrýtnir útreikningar - skrýtin fyrirsögn

Það eru einmitt svona fullyrðingar sem eru svo skrýtnar, svona útreikningar sem eru ekki til nokkurs annars en að reyna að blekkja.

Það að vægi mjólkurvara hafi minnkað í heimilisútgjöldum er rétt fullyrðing en fráleitur mælikvarði. Að mjólk hafi hækkað minna en launavísitala sömuleiðis.

Það er eins og viðmiðið sé að mjólkurvörur ættu (undir eðlilegum kringumstæðum) að hækka í takt við launavísitöluna.  Að kaupmáttaraukning ætti aldrei að eiga sér stað hvað mjólkurvörur varðar.

Á síðastliðinum 16 árum hefur orðið gríðarleg kaupmáttaraukning, sem betur fer hefur hækkun mjólkurvara ekki verið jafn mikil, enda væri það í alla staði óeðlilegt.

Það hvarflar að mér að launavísitalan sé dregin inn í umræðuna, vegna þess að margir bændur og hagsmunagæslumenn þeirra vilji líta á bændur sem launamenn, í raun launþega hjá neytendum.

Auðvitað er það ekki reyndin, bændur eru ekki launþegar, þeir reka sín fyrirtæki.  Fyrirtæki sem þeir hafa um áraraðir komist upp með að telja almenningi trú um, að um gildi ekki sömu lögmál og önnur fyrirtæki, og það sem meira er látið þann sama almenning borga fyrir sig "brúsann" að miklu leyti.


mbl.is Mjólkurvörur hafa lækkað um þriðjung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband