Hvernig borðar maður hval?

Það er jú eins og segir í gamla brandaranum um fílinn, einn bita í einu.  Ég er annars ekki frá því að ég hafi sporðrennt hátt í einni hrefnu, eða svo, í gegnum ævina og þótti hún nokkuð góð.

Ég fagna því að Íslendingar skuli hafa ákveðið að veiða hvali á ný.  Vissulega þarf að hafa góða stjórn á veiðunum, passa upp á stofnana og þar fram eftir götunum, en það er með öllu ástæðulaust að nýta ekki hvali, rétt eins og annað í nátturunni, með skynsamlegum hætti.

9 langreyðar eru ekki stór kvóti, en mikilvægt skref eigi að síður.  Gott til að koma starfseminni í gang og svo þarf auðvitað að finna markaði.

En þetta er hið besta mál og engin ástæða til annars en að fagna og svo auðvitað fæ ég mér hvalsteik þegar ég kem næst til Íslands, en ekki á ég von á því að rekast á hvalkjöt hér í Kanada, nema auðvitað ég fari á "frumbyggjaslóðir".


mbl.is Heimilað að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Einn bita og svo annan bita og svo skelir maður afganginum í frysti því það vill enginn þriðja bitann:) Aldrei þessu er vant ég sammála leiðarahöfundi Moggans í dag, Tómas. Það er óráð að hefja hvalveiðar núna.

Hlynur Hallsson, 18.10.2006 kl. 07:21

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er þessi spurning um þriðja bitann. Sjálfur tel ég hvalkjöt lostæti og hef gjarna fengið mér slíkt á veitingastöðum þegar ég hef komið "heim". En mér þykir það merkilegt hvað menn hafa miklar áhyggjur af markaði fyrir kjötið. Vissulega þurfa þeir sem koma til með að veiða hvali að leggja í markaðsstarf, en ég hef ekki nokkra trú á því að þeir sem vilja stunda veiðarnar ætli sér að borga með þeim, ekki til lengri tíma.

Því hlýtur veiðunum að verða sjálfhætt, ef markaðir finnast ekki.

G. Tómas Gunnarsson, 19.10.2006 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband