29.2.2008 | 19:32
Frábært
Þetta eru stórkostlegar breytingar, það er einfaldlega allt annað að ferðast þegar boðið er upp á svona "entertainment center" fyrir hvert sæti. Sérstaklega þegar ferðast er með ómegðina, þetta styttir þeim stundir, þannig að ferðalagið er allt annað, bæði fyrir foreldrana og einnig fyrir samferðafólkið.
Ég er auðvitað mjög ánægður að sjá að Icelandair verður komið með þessa þjónustu áður en ég skelli mér ásamt fjölskyldunni til Finnlands, Eistlands og Íslands í sumar, en hún er einmitt bókuð með Icelandair og stutt síðan miðarnir komu í hús.
En það er einmitt í ferðum sem þessari sem stærsti kostur Icelandair kemur í ljós, alla vegna fyrir okkur sem búum hér fyrir "Westan". Við förum héðan frá Toronto, beint til Finnlands (millilent í Keflavík auðvitað) og verðum þar í nokkra daga, tökum síðan "bátinn" yfir til Eistlands.
Síðan stoppum við nokkra daga á Íslandi á heimleiðinni, án nokkurs aukagjalds.
Ákaflega handhægt.
Ný sæti í vélum Icelandair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.