Matur og olía

Það vita líklega flestir og ekki síst þeir sem búa á Íslandi hve hátt olíuverð hefur verið undanfarin misseri.

Það hafa líka flestir heyrt um hækkandi verð á grunnmatvörum, s.s. hveiti, byggi, maís og þar fram eftir götunum, sem síðan hefur að sjálfsögðu áhrif á önnur matvæli, s.s. mjólk, pasta og kjöt.

En það sem hefur ekki hvað síst hækkað verð á matvælum er stóraukin notkun á t.d. maís og soya til eldsneytisframleiðslu, ekki hvað síst á þeim forsendum að það sé vistvænt.  Ekki ber þó að vanmeta aukna eftirspurn eftir grunnvörunum til kjötframleiðslu, en þar hefur aukin velmegun í Kína og á Indlandi líklega hvað mest áhrif.

En það er ekki hægt að líta fram hjá því að eftir því sem olíuverð verður hærra, er líklegra að meira og meira af korn og skyldum vörum verði tekið til eldsneytisfamleiðslu, sem líklega hækkar þá enn meira en orðið er í dag.

En það er ef til vill örlítið kaldhæðnislegt, að það lendir einmitt eins og bjúgverpill á mörgum af helstu olíuframleiðsluríkjum heims, sem er háðari innflutningi á matvælum en margar aðrar þjóðir.

Þetta hefur þegar leitt til stóraukinnar verðbólgu í þessum löndum og jafnvel óeirða eins og lesa má um hér og hér.

Verst verða þau ríki úti sem þurfa að flytja hvoru tveggja inn, kornmeti og olíu.

Það fer því að verða meira aðkallandi en nokkru sinni fyrr, að finna annan orkugjafa en olíu, svo að hægt sé að láta matvælin í friði og losna undan áþján síhækkandi verðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband