24.2.2008 | 03:27
Hefði viljað vera þar
Ég hefði þegið með þökkum að vera í Laugardalshöllinni og njóta tónlistar Þursanna.
Þursarnir eru einfaldlega með allra bestu hljómsveitum í Íslenskri tónlistarsögu. Tvisvar sá ég þá á tónleikum í "den". Í Samkomuhúsinu og einnig í "Skemmunni", þá með Baraflokknum og Þeysurunum.
En það er auðvitað langt síðan og þó að minningarnar séu stórkostlegar hefði ekki veitt af smá upprifjun á herlegheitunum.
En ég hef fulla trú á því að þetta hafi verið ánægjuleg kvöldstund.
Þursarnir hafa engu gleymt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ég vil ganga svo langt að segja að Þursaflokkurinn sé besta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu. Tónlistin er svo séríslensk og snilldarlega spiluð að þetta gæti verið ein besta landkynning sem landi gæti fengið. Ég bý Danmörku eins og er, en í hvert skipti sem ég set þursana í spilarann gæti ég eins staðið úti í móa inní alíslenskum fjalladal.
Arnþór Guðjón Benediktsson, 24.2.2008 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.