Lame duck á Tjarnarbakkanum

Nú berast þær fréttir út um heimsbyggðina (óstaðfestar að vísu þannig að ennþá er hægt að vona að þær reynist rangar) að Vilhjálmu Þ. Vilhjálmsson komi með þá niðurstöðu undan feldi að hann ætli að sitja sem fastast í borgarstjórn Reykjavíkur og taka við borgarstjóraembættinu eftir ríflega ár.

Þetta eru að mínu mati ákaflega slæm tíðindi og líkleg til þess að að gera stöðu Sjálfstæðisflokksins verri, bæði í borg og á landsvísu sem og að grafa undan trausti Íslendinga á stjórnmálamönnum sem heild.

Vilhjálmur verður "lame duck" í Ráðhúsinu, hefur ekki pólítíska stöðu til að koma neinum stærri málum á hreyfingu og hefur ekki svigrúm til neinna mistaka.

Pólítískir andstæðingar munu "keyra" miskunarlaust á hann og almenningur mun hafa tilhneigingu að leggja trúnað á allt það sem haldið verður fram að horfi til verri vegar og Vilhjálmur kemur nálægt.

Eins og oft kemur fram getur enginn neytt borgarfulltrúa til þess að segja af sér, hvað það varðar ræður hans eigin samviska, en rétt er að hafa í huga að borgarstóri er kosinn í borgarstjórn.

Ég bind því vonir mínar við tvennt.

Annað hvort að sú óstaðfesta frétt að Vilhjálmur hyggist sitja áfram og taka við borgarstjóraembættinu, sé einfaldlega skipulagður leki til að athuga hvernig landið liggur og Vilhjálmur taki þá ákvörðun þegar hann skynjar viðbrögðin að draga sig í hlé.

Hitt, að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins standi saman og láti Vilhjálm einfaldlega vita að þau komi ekki til með að greiða honum atkvæði sitt þegar þar að kemur. 

Þeirra er valdið, en ekki Vilhjálms, og ef þau hafa bein í nefinu láta þau hann ekki draga sig niður í þetta pólítíska svað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband