Framboð og eftirspurn

Einhvern veginn finnst mér lögmálið um framboð og eftirspurn óvíða koma betur fram hér í Kanada en í verði á svínakjöti, eða öllu heldur á mismunandi hlutum svínsins.

Kemur þar ákaflega sterkt inn hve hrifnir Kanadabúar eru af svínarifum.  Einhver mundi líklega segja að þeir séu óðir í rif.  Það veldur því að gjarna er svipað verð á svínarifum og svínalundum.

Þannig var það í dag þegar ég fór að versla í matinn.  Tilboð var á bæði svínarifum og lundum.  6.59 dollarar kílóið, hvort sem var rif eða lundir.

Á meðan ég stoppaði við og velti fyrir mér hvaða bakka af lundum ég ætti að taka, komu 5 aðrir að kælikistunni  og tóku bakka, og allir - nema ég - völdu rif.

En hér verða lundir í matinn í kvöld.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband