Hvaða rétt átt þú ef nágranninn hendir stöðugt rusli inn til þín?

Rakst á frétt á vef Ríkisútvarpsins þar sem fjallað er um fjölpóst og að skipuð hafi verið nefnd til þess að ákveða hvernig lagarammi skuli vera um dreifingu hans.  Í nefndinni sitja svo að sjálfsögðu fulltrúar helstu "ruslveitnanna".

Svipað vandamál er til staðar hér í Kanada, þar sem póstdreifingarfyrirtæki virðast líta á íbúa landsins sem sína auðlind.  Pósturinn er ekki til að þjónusta fólkið, heldur til að nýta það til tekjuöflunar.

Auðvitað á að vera hægt að neita fjölpósti.

Fyrir mér er málið ósköp einfalt.  Póstur sem ekki er merktur mér eða öðrum þeim í húsinu búa, er ekki til okkar.  Póstinum ber ekki skylda að afhenda mér póst sem er ekki til mín.

Ef einhver fyrirtæki vilja senda mér póst á hann að vera með nafni mínu og heimilsfangi, svo einfalt er það.

Pósturinn á ekki meiri rétt á því að henda blaðsneplum inn um bréfalúguna hjá mér, heldur en nágranninn á til að henda þangað gömlum tölublöðum af Morgunblaðinu sem hann er hættur að nota. 

Það ber engum skylda eða á rétt til að henda rusli inn á heimili mitt.

Því ætti reglan að vera að sú að menn þyrftu að gefa sérstakt leyfi til þess að svokallaður "fjölpóstur" megi koma í lúguna eða póstkassann.

Hitt er svo annað mál, að ásættanlegt væri ef einfalt væri gert að afþakka hann.

Margir vilja svo eflaust fá hann, enda án efa ágætt að fá ókeypis dagblöð, tilkynningar um góð tilboð og hagstæðar pizzur og þar fram eftir götunum.  Svo má auðvitað kynda með póstinum og spara sér þannig framlög í útrásarsjóði orkufyrirtækja.

En valdið á að vera hjá húsráðendum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sammála þér Tómas.  Heyrði líka þessa frétt. Stundum finnst mér menn gera einfalda hluti flókna. Þurfti að skipta heila nefnd um þetta, með fólk á launum hjá ríkinu? 

Af hverju má bara ekki búa til límmiða sem fólk getur sótt á pósthúsið sitt og límt við bréfalúguna.  Á límmiðanum stæði "Aðeins póstur merktur íbúum".  Þeir sem væru með þetta merki fengju engan ómerktan póst.

Svo verða aðilar eins og mogginn að gera það upp við sig hvort þeir dreifi auglýsingapésum inn í blöðunum.  Og áskrfendur geta þá sagt mogganum upp ef þeim ofbýður.

Þorsteinn Sverrisson, 19.2.2008 kl. 19:58

2 Smámynd: Linda

Ég er svo lánsöm að vera með Gula miðann á póstkassa mínum sem segir "engan fjölpóst hér" frá póstinum og þetta hefur svínvirkað, þ.a.s. fyrir utan fréttablaðið það er sama hvað ég segi oft að ég vilji ekki fá þetta blað, þá kemur það í kassann hjá mér..og endar í ruslinu viku síðar og ólesið. en þetta gæti verið vera ég er vel sloppin.

Linda, 19.2.2008 kl. 22:50

3 identicon

Ég er með gulan miða sem á stendur "vinsamlegast engan ómerktan póst og engin fríblöð".

Hann virkar ekki. Nema jú, ruslið hefur eitthvað minnkað en alls ekki hætt.

Ég er með hugmynd fyrir einhvern sem hefur tíma og orku. Að efna til söfnunar á óumbeðnum fjölpósti - t.d. með gámum á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem fólk, sem hefur fengið svona póst þrátt fyrir gula miða, getur skilað honum til baka. Þetta myndi fá góða kynningu í öllum fréttatímum.

Síðan er hægur vandi að einfaldlega skila póstinum til dreifingaraðila með kurteisislegri meldingu um að póstburðarmaðurinn hafi í ógáti misst hann inn um lúgu þar sem skýrt kom fram að væri óskað eftir honum.

Ég held að lúgan hjá þessum fyrirtækjum sé í öllum tilvikum í afgreiðslu og það getur varla verið illa séð að sturta honum inn í anddyrið sé það gert í nálægð við bréfalúguna - eða hvað? 

Borat 

Borat (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 23:56

4 identicon

Þetta er alveg ljómandi góð skilgreining hjá G. Tómasi Gunnarssyni. Nefndarskipunin umtalað fannst mér alveg toppa alla vitleysu hér. Þetta nánast einsog samtök eiturlyfjasala fengju að skipa dómara þegar fíkniefnamál eru til meðferðar. Það er búið að lýsa því yfir að sú túlkun þessarar nefndar sé hin löglega, að sumsé póstburðar- og blaðburðarfólki beri ekki að fara eftir þessum miðum. Þeim sé skylt að troða í bréfalúgurnar hvað rusli sem auglýsendum dettur í hug að láta dreifa. Svo er verið að breyta reglum um sorphreinsun á þann veg, að úrgangur frá íbúðum verður flokkaður og veginn og síðan verður neytandinn að borga fyrir að koma þessum óþverra til endurvinnslu eða eyðingar. Hvað var þessi blessaður umboðsmaður neytenda eða hvað hann heitir nú að hugsa að samþykkja þetta? Svo erum við að tala um talibana.....................

Ellismellur (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 10:56

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir innleggin.  Fyrir mér snýst þetta mest um friðhelgi heimilisins og einnig eignaréttinn, þ.e.a.s. að ég ráði því hvaða dagblöð og annað slíkt komi inn mitt heimili.

Dæmið verður svo enn svartara þegar farið er að ræða um að rukka fyrir sorp í kílóatali og svo framvegis.  Nú eða þegar ætlast er til að farið sé með endurvinnanlegan pappír í þar til gerða gáma.

Það ber að virða eignaréttinn og friðhelgi heimilisins, það eru grundvallarréttindi.

G. Tómas Gunnarsson, 20.2.2008 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband