Tóm tjara

Það hefur verið hálf spaugilegt að fylgjast með umræðunni um reykingar og "reykingaklefa" á Íslandi nú undanfarnar vikur.

Auðvitað á að ganga til baka og afnema þessi lög og gefa veitingamönnum yfirráð yfir eignum sínum aftur.

Auðvitað var það fyrirséð að það skapaði vandræði þegar bannað væri að reykja innandyra.  Ráp eykst, sérstaklega óþægilegt fyrir þá staði sem selja inn, vínburður út af veitingastöðum eykst og óánægja viðskiptavina eykst.

Á sólríkum sumardögum sjá reykingamenn hins vegar enga ástæðu til að fara á veitingastaði ef þeir þurfa að fara út á hálftíma fresti eða svo, og kjósa þá jafnvel frekar að beina viðskiptum sínum að kælinum í ÁTVR í Austurstræti, enda mun þægilegra að drekka og reykja á Austurvelli, heldur en að drekka á einhverjum veitingastað og reykja á Austurvelli.

Persónulega hef ég aldrei skilið þau rök, þegar einhver telur sig eiga rétt á því að sitja í reykleysi á einhverjum veitingastað.

Sjálfur hef ég litið svo á að ég hafi rétt á því að velja á hvaða veitingastað og fer eingöngu á þann sem ég kann við.  En ég hef aldrei litið svo á að ég eigi heimtingu á því að staðurinn sé á einn eða annan veg, ekki frekar en ég get krafist þess að hann bjóði upp á þær veitingar sem ég helst kýs.

Einu rökin sem hafa einhverja vigt hvað varðar bannið, er aðstaða starfsfólks.  Þannig gæti hið opinbera sett lög þar sem sett eru skilyrði hvað varðar hreinleika lofts, og loftræstibúnaður yrði þá að anna slíku, til að staðurinn mætti hafa opið.

En slík rök eru þó ekki nóg að mínu mati.  Ekki í borg þar sem svifryk fer yfir hættumörk marga daga á ári.  En líklega verður Reykjavíkurborg innsigluð, eftir nokkrar aðvaranir þar að lútandi.

Hitt er svo líka að auðvitað eru ýmis störf sem geta haft slæm áhrif á heilsuna, en samt vinnur fjöldi fólks slík störf.

Ákvörðunin á að liggja hjá vertinum, ekki hinu opinbera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

laukrétt

Brjánn Guðjónsson, 5.2.2008 kl. 15:33

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála, vertinn ætti að ráða þessu alfarið.  Ein sem vinnur á bar

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.2.2008 kl. 01:48

3 Smámynd: Viðar Eggertsson

Tek undir hvert orð í þessum pistli og er ég ekki reykingamaður. Mér finnst þetta ákaflega heimsk lög. Þegar lög þjóna ekki tilgangi eru þau ólög og á að afnema þau sem skjótast.

Viðar Eggertsson, 6.2.2008 kl. 02:30

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er nú líklega best að taka það fram að ég reyki ekki heldur og hef ekki gert í mörg ár.

En það sem mér þykir skipta mestu máli, er að hver vert eigi að taka þessa ákvörðun á sínum eigin forsendum.  Þeir geta þá ákveðið að hafa staðinn sinn reyklausan, með sérstöku reykherbergi, eða einfaldlega að leyfa reykingar hvar sem er á staðnum.  Þetta væri síðan auglýst með áberandi hætti við innganginn.

Siðan verður hver og einn að gera það upp við sig hvort að honum hugnist staðurinn og vilji fara inn.  Eins og ég sagði áður kaupi ég ekki þau rök að nokkur eigi einhverja kröfu á hendur vertnum, hvorki hvað varðar reykingar eða það að hann bjóði upp á ákveðna whisky eða cognacstegund.

Slagorðið er:  Valdið til vertanna!!

G. Tómas Gunnarsson, 6.2.2008 kl. 04:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband