12.1.2008 | 04:21
Blessaður maísinn
Nú berast þær sorgarfréttir um heimsbyggðina að verð á bjór muni fara hækkandi og raunar hefur heyrst að sumar tegundir smærri framleiðenda muni hreinlega hverfa af markaði vegna þess hve erfitt sé að ná í hráefni og hve verð á því hefur hækkað.
Ein af ástæðunum sem heyrist hvað oftast, er að niðurgreiðslur og aukin eftirspurn eftir maís (corn) til eldsneytisframleiðslu hafi haft það í för með sér að margir bændur hafi skipt út byggi fyrir maísinn til að auka tekjur sínar.
Þannig hefur aukin ásókn eftir "hreinni" orkugjöfum haft í för með sér umfangsmikil umskipti í landbúnaði, hleypt upp verði, ekki bara á maís, heldur fjölmörgum öðrum tegundum, þar sem framboð á þeim hefur dregist saman eftir því sem meira land er lagt undir maísræktina.
Þetta er enn eitt dæmi um hvernig afskipti opinberra aðila geta haft ófyrisjáanlegar afleiðingar í för með sér.
Hreinna eldsneyti á bíla er í ekki slæmt markmið, en verra er ef það hækkar matvælaverð um allan heim auk þess að hafa í för með sér gríðarlegan kostnað fyrir skattgreiðendur.
Svo ég minnist nú ekki á bjórinn og poppkornið.
Líklega er best að fara að hamstra poppmaís, áður en verð á honum rýkur upp úr öllu valdi.
Hækkandi verð á bjór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Já, bjórinn hækkar, en ætli hungrið í heiminum sem maísframleiðslan fyrir eldsneyti veldur skipti ekki aðeins meira máli en hækkunin á bjór og poppkorni?
Ívar Pálsson, 12.1.2008 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.