ÁLitlegt

Ég verð að koma því á framfæri að ég fagna því ef að rétt er að enginn ráðherra (eru konurnar ekki örugglega ennþá "ráðherrar) í ríkisstjórninni er á móti uppbyggingu álvers á Bakka.

Sérstakt fagnaðarefni er auðvitað ef full samstaða er á meðal ráðherra Samfylkingar um að setja sig ekki upp á móti álveri þar.

Ég er þeirrar skoðunar að álver fyrir norðan yrði mikil lyftistöng, ekki bara fyrir Húsavík, heldur Norð-Austur svæðið.  Líklega yrði einhver samþjöppun, en það yrði af hinu góða.

En nú er að sjá hvaða stefnu málið tekur hjá hinu opinbera, vonandi er Össu áfram um að byggja álver fyrir norðan, nú þegar nokkuð ljóst er að Íslendingar byggja ekki álver í Indónesíu, og leggur þessu máli lið.

Við skulum alla vegna vona að hann tali ekki eftir "staðsetningartæki".


mbl.is Össur ekki á móti álveri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband