Af mannaráðningum

Fátt virðist geta valdið meiri deilum á Íslandi en mannaráðningar hjá hinu opinbera.  Aftur og aftur spretta upp deilur og auðvitað sýnist sitt hverjum.  Gjarna virðist þó afstaðan fara efir því hverjar pólítískar skoðanir hver og eins eru og svo er líka misjafnt hvað menn eru vel að sér í ættfræði og flokkspólítískum tengslum og eru því þess umkomnir að smíða góðar kenningar og tengingar.

Í sumum tilfellum er til staðar heil nefnd sem metur og vegur umsækjendur um opinber störf og skilar áliti sínu til ráðherra.

En það sem ég á örlítið erfitt með að skilja, er að ef ráðherra á aldrei að ganga gegn áliti nefndarinnar, hví er valdinu þá haldið hjá ráðherra?  Hví er nefndin ekki látin ganga frá ráðningunni?

Hin leiðin væri svo einfaldlega að sleppa þessum nefndum, því að ráðherrans er jú valdið.

Það sem mælir svo með því að ráðherrar hafi skipunarréttinn er jú sú staðreynd (í flestum tilfellum) að ráðherrar þurfa að standa frammi fyrir almenningi á fjögurra ára fresti en það þurfa nefndarmenn ekki.

Hinu verð ég svo líka að bæta við að ég held að það sé aldrei hægt að búa til eitthvert punktakerfi, þar sem öll menntun og starfsreynsla umsækjenda verði einfaldlega færð í punkta og síðan fær sá sem er stigahæstur starfið.  Slíkt er ekki raunhæft, slíkur "bjúró-kratismi" gengur einfaldlega ekki upp.

 Því verður alltaf um "mat" einhvers að ræða og það verður eilíflega hægt að deila um það mat.

Er það ekki gott í skammdeginu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband