Brrrrrrr

Nýja árið hefur byrjað bjart og fagurt hér í Toronto, en nokkuð kalt.

Á nýársdag snjóaði hér svo um munaði, jafnfallin mjöll setti svip sitt á Bjórá og næsta nágrenni, trén skreytt með mjallahvítum greinum og ákaflega fallegt um að litast.

Í morgun sýndi mælirinn hér að Bjórá hins vegar -15° og fannst mér óneitanlega nokkuð kalt, þó að vissulega væri fallegt ennþá, og varð reyndar enn fallegra þegar sólskinið bættist í myndina þegar líða tók á morgunin.

En við hér lítum bjartsýnumog björtum augum til ársins 2008, og höfum alla trú á því að það verði bjart og gott eins og þeir dagar sem eru búnir, það er bara að klæða af sér kuldann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Már Barðason

Það er fátt sem jafnast á við fallegan vetrardag í Ontaríó. En mikið andsk ... er vindurinn kaldur þegar hann lætur á sér kræla!

Helgi Már Barðason, 2.1.2008 kl. 21:19

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Jamm... reyndar sagði útvarpið að kuldinn væri eins og u.þ.b. -22° með vindkælingunni.  Nú er bara að fara að leita að "föðurlandinu".  Ef að líkum lætur fáum við einhverja daga þar sem frostið fer niður fyrir  20 stigin í janúar eða febrúar. 

En eins og kerlingin sagði, það er ágætt að það sé vetur þegar það er vetur og sumar þegar það er sumar.

G. Tómas Gunnarsson, 2.1.2008 kl. 21:25

3 identicon

Hvernig er það ertu ekkert farinn að brúka nýju myndavélina og festa eitthvað af þessari köldu fegurð á flögu ?

Endilega sendu link á myndasíðu ef þú ert með...ef ekki þá mæli ég með fotki.com sem er auðveld í notkun og ódýr.

Aðils (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 22:31

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég hef lítið sem ekkert farið út með vélina, bara verið hérna inni og verið að venja mig við hana, stúdera spá og spegulera. 

Börnin eru heldur ekkert áfjáð í að fara út í frostið.

Líklegast verður lítið myndað í frostinu, en það á að fara að hlýna hérna um helgina, og verðu 10 til 12 stig í næstu vikur og það í plús.

Sveiflan nokkuð stór, því að hér voru 17 stig í mínus í morgun.

G. Tómas Gunnarsson, 4.1.2008 kl. 04:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband