Heim að Bjórá

Sól og sandurÞá er fjölskyldan komin aftur heim að Bjórá, komum reyndar í gær, rétt eftir að föstudagurinn skall á.  Það er ekki laust við að einhverrar þreytu hafi gætt eftir ferðalagið, en það sem skiptir þó líklega meira máli hjá ómegðinni, er að nú er hversdagleikinn aftur tekinn við og athygli aðeins að fá hjá foreldrunum, og hana stundum jafnvel svolítið stopula.

Það læknaði þó aðeins jólafráhvarfseinkennin að pakkarnir sem skildir voru eftir voru opnaðir í gær við nokkurn fögnuð.

En hér að Bjórá hefur ekki skinið sól, hér er engin frænka né frændur og langt á næstu strendur og þær að auki frostbitnar.

Ekki þarf heldur að búast við mikilli kæti á gamlaárskvöld, enda Torontobúar lítt forframaðir í því að skjóta Strandprinsessanupp flugeldum, og hér sést enda varla nokkur maður á ferli það kveldið, nema að farið sé niður í miðbæinn, sem Bjórárfjölskyldan gerir að sjálfsögðu ekki.

En Floridaferðin á ábyggilega eftir að lifa í minningunni, enda skemmtu börnin sér eins og best verður á kosið.  Foringinn líklega sýnu betur, enda kominn á þann aldur að hægt er að skemmta sér í sjónum.  Með vestið um sig miðjan álítur hann sig færan, ekki bara í flestan, heldur því sem næst allan sjó.

En það var ýmislegt annað gert sér til dundurs.  Farið í sædýrasafn og að sjálfsögðu verslað.  M.a. keyptum við okkur nýja myndavél, Canon D40, gríðarlegan kostagrip sem nú þarf að læra á.

En nú er lífið að færast í hefðbundnar skorður aftur og líklega verð ég farinn að nöldra hér eins og áður á blogginu innan tíðar.

Hér að neðan er svo stutt myndskeið af Foringjanum í "briminu".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband