1.10.2006 | 16:17
Pláss fyrir vinnufúsar hendur?
Það má taka undir það að engin sérstök ástæða sé til að takmarka aðgang íbúa evrópska efnahagssvæðisins á íslenskan vinnumarkað eins og ástandið er á Íslandi nú um stundir.
Atvinnuleysi hefur sjaldan verið minna eins og sjá má af þessari frétt og það þrátt fyrir að þúsindir erlendra ríkisborgara séu að störfum á Íslandi.
En þegar vel gengur í atvinnumálunum er líka tækifæri til að fara í lagfæringar í efnahagsmálum, t.d. aðgerðir sem geta haft í för með sér fækkun starfa.
Það er aldrei auðveldara að fara í sársaukafullar aðgerðir eins og t.d. breytingar á landbúnaðarstefnunni, þegar vinnumarkaðurinn getur tekið á móti þeim fjölda sem líklega mundi missa vinnuna ef að vörugjalda, kvóta og tollavernd íslensks yrði afnuminn.
Vissulega myndi það þýða að bændum myndi fækka og störfum í úrvinnslugreinunum sömuleiðis. Því er rökrétt að ráðast í breytingarnar þegar vinnumarkaðurinn getur tekið við þessu fólki og er í raun að kalla eftir frekari starfskröftum.
Íslendingar eiga ekki að bíða eftir því að niðurstöður náist í einhverjum samningum, heldur stíga skrefið þegar hægt er að ráðist í málið án þess að til verulegs atvinnuleysis eigi að þurfa að koma.
Engin ástæða til að takmarka aðgang rúmenskra og búlgarskra ríkisborgara að íslenskum vinnumarkaði" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Viðskipti, Matur og drykkur, Dægurmál, Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.