Kína - Ferrari rautt

Kínverski kappaksturinn var frábær skemmtun.  Drama, útafakstur, framúrakstur og bilanir og síðast en ekki síst frábær akstur "Skósmiðsins" til sigurs.  "Poor old Schumacher" eins og "Tígulgosarnir" kölluðu hann í gær sýndi að það er ekki aldurinn sem skiptir máli og hann er ekki að hætta vegna þess að hann sé ekki samkeppnishæfur.  Hann fór fram úr bæði Alonso og Fisichella með frábærum hætti.

Frábær akstur og hárréttar ákvarðanir skópu þennan óvænta sigur Schumacher og Ferrari. Mistök Renault lögðu reyndar líka í púkkið. Nú skipar Schumacher fyrsta sætið í keppni ökuþóra (einum fleiri sigur fram yfir Alonso) í fyrsta sinn á keppnistímabilinu, stal sigrinum frá Renault og tók afgerandi forystu í "sálfræðikapphlaupinu", það sást best á stemningunni á verðlaunapallinum. 

Alonso og Reunault liðið gat ekki einu sinni komið kampavínsflöskunni skammlaust niður af pallinum, heldur braut hana.  Þeim tókst þó að láta liðskipanirnar líta eðlilega út, þannig að það ætti ekki að hafa nein eftirköst.

Slæmu fregnirnir voru slæmt gengi Massa, þannig að Renault náði 1. stigs forystu í keppni bílsmiða.  En eftir þennan kappakstur tel ég þó yfirgnæfandi líkur á því að Ferrari taki báða titlana, en það verður ekki ljóst fyrr en í síðast kappakstrinum, í Brasilíu.

Kimi "seinheppni" Raikkonen, datt fyrstur út, það virðist eitthvað ekki vera í lagi hjá þeim dreng, dettur mun oftar úr keppni en eðlilegt getur talist. Honda átti góðan dag og Toyota að sama skapi afleitan.  Toyota er sönnun þess að það er ekki nóg að eyða peningum til að ná árangri.

Svo verður fróðlegt að sjá hvaða niðurstaða kemur úr árekstrinum sem varð á síðasta hring.

En nú er bara vika í Suzuka, ég er þegar farinn að hlakka til. 


mbl.is Schumacher jafn Alonso að stigum í keppni ökuþóra með sigri í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband