Áhugavert par

Ég held að þetta sé áhugaverð samsetning hjá Renault.  Það sem er ef til vill einna skemmtilegast og "skondnast" við hana er að hún því sem næst endurspeglar ökumannasamsetninguna hjá Mclaren síðasta tímabil.  Það er  Alonso og ungur efnilegur ökumaður sem nýkominn er úr F2.

Piquet hefur látið hafa eftir sér, rétt eins og Hamilton gerði, að hann hlakki mikið til að starfa við hlið tvöfalds heimsmeistara og hann geti mikið lært af honum.

Líklega hefur Alonso þó haft vaðið fyrir neðan sig í þessari samningagerð og ekki kæmi mér það á óvart að tekið sé fram í samingi hans að aðrir ökumenn liðsins hafi ekki aðgang að akstursgögnum hans, en hann þó líklega að þeirra.  Líklega hefur hann lagt áherslu á að "staða hans" fyrrum heimsmeistara verði virt innan liðsins.

En það verður gaman að fylgjast með hvernig Alonso og Renault tekst að "smella saman" á ný.  Sögulega séð hefur Renault alltaf tekist að framleiða feikna góðar formúluvélar, en spurningin er hvernig þeim tekst upp við sjálfa bílsmiíðina.

En ég hef alla trú á því að næsta tímabil verði gott, við eigum eftir að sjá Raikkonen, Massa, Alonso og Hamilton berjast af miklum kappi, og ekki ólíklegt að einhverjir eigi óvænt eftir að blanda sér í leikinn, rétt eins og Hamilton gerði þetta árið.


mbl.is Alonso og Piquet aka fyrir Renault
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband