Kanadíska leiðin í klæðaburði nýbura

Ég verð að viðurkenna að á glotti út í annað þegar ég heyri rætt um klæðaburð nýbura á Íslandi, þ.e.a.s. "stóra bleika og bláa málið", eins og sumir kjósa að nefna það.

Ég verð að viðurkenna að ég hef enga reynslu af því að eignast börn á Íslandi, hef aldrei gengið í gegnum þá reynslu.  Ég hef hins vegar tvisvar sinnum átt því láni að fagna að eignast barn hér í Kanada. 

Í fyrra skiptið var það drengur en hið síðara stúlka.  Ég lenti ekki í neinum útistöðum við yfirvöld eða starfsfólk sjúkrahússins þar sem börnin komu í heiminn.

Hér ríkir einfaldlega sú regla að börnin eru klædd í þau föt sem foreldrarnir koma með og ætla barninu.  (Rétt er þó að geta þess að sjúkrahúsið býður upp á "klúta" ef foreldrar láta sér nægja að vefja barninu inn í þá, ég man óljóst eftir því hvernig þeir eru á litinn, en minnir að þeir séu hvítir).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég átti því láni að fagna að eignast stúlku á LSH í ágúst og þá gat ég einfaldlega valið að klæða hana í bleik, blá eða hvít föt sem voru í skúffu inn á herberginu hjá okkur.

Arnfinnur (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 20:02

2 identicon

Já, þetta er stórfurðulegt hvað hægt er að velta sér upp úr hér heima á Íslandi.Það skiptir mig engu máli hvort nýfætt barnið mitt klæðist bleiku ef það er stelpa og bláu sé það strákur. Annars eru mín börn orðin fullorðin eða það yngsta 19 ára.Ég á 2 stráka og 1 stelpu, og strákarnir mínir klæddust bláu þegar þeir voru nýkomnir í heiminn og stelpan mín bleiku og ég var bara alsæl með það í þessi 3 skipti. Annars er ég smá forvitinn.Hvar í Kanada búið þið ? Ég var búsett í Vancouver BC 2005-2006.Og það verð ég að segja að það var yndislegt að búa þar og ódýrt að lifa. Ég sakna Kanada mikið

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 13:31

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bjórá er í Toronto, þar sem við kunnum vel við okkur.

En það er auðvitað stórmerkilegt að það sé ætlast til þess að heilbrigðisráðherra komi að máli sem þessu.  Auðvitað er þetta mál foreldra og á að vera það.  Ef eitthvað er gert á fæðingardeild sem þeim líkar ekki, eiga þau auðvitað að vekja máls á því.

G. Tómas Gunnarsson, 12.12.2007 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband