24.9.2006 | 20:40
Predikið hvað sem er - en á eigin kostnað.
Ég var að enda við að lesa stórgott blog Atla Rúnars Halldórssonar. Þar fjallar hann um predikun í Laugarneskirkju. Þetta vakti forvitni mína nóg til þess að ég fór og hlustaði á hluta messunnar.
Ekki læt ég það fara í taugarnar á mér hvaða skoðun ríkiskirkjan eða einstakir sálnaveiðarar hennar hafa á einstökum málum eða framkvæmdum, þó að vissulega sé það æskilegt að þeir fari rétt með eins og Atli bendir á í bloggi sínu. Klerkar jafnt sem ayatollar hafa rétt eins og allir aðrir fullan rétt til að tjá skoðanir sínar og er ekkert nema gott um það að segja.
Hitt er svo annað mál að það er það er rétt að ríkiskirkjan og klerkar hennar standi sjálf straum af rekstri sínum og kynningu á baráttumálum sínum.
Það er ekki nema sanngjörn krafa íslendingar hætti að hafa ríkiskirkju, það verði skilið á milli ríkis og kirkju.
Það væri heldur ekki óviðeigandi að stofnun sem er rekin fyrir almannafé, eins og ríkisútvarpið myndi hætta að útvarpa messum um hverja helgi, kirkjan ætti sjálf að geta rekið útvarp og séð um sína útbreiðslu.
Hér má svo sjá frétt ruv.is um málið og þar má finna hlekk inn á "Kárahnjúkapredikunina".
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, Dægurmál, Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:54 | Facebook
Athugasemdir
kirkjan ætti að reka eigið útvarp en ég sé ekkert á móti því að Rúv útvarpi einni messu á viku. Hvað þá með alla aðra þætti þar, á þá ekki Háskólinn að hafa eigið útvarp, íþróttamenn líka og tónlistarmenn? Hvert er þá hlutverk Rúv?
SM, 24.9.2006 kl. 20:44
Ég sé einfaldlega ekki að útvarpið eigi frekar að útvarpa reglulega frá "fundum" ríkiskirkjunnar frekar en annara félagasamtaka.
G. Tómas Gunnarsson, 24.9.2006 kl. 21:03
Vísunin virkar ekki á vefsíðu Atla Rúnars.
Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 24.9.2006 kl. 23:10
Bestu þakkir fyrir ábendingun. Hef lagfært tenginguna.
G. Tómas Gunnarsson, 24.9.2006 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.