Auðvitað á að launa það sem vel er gert

Það hafa nú ekki verið margar ástæður fyrir almenna hluthafa Fl-Group til að gleðjast undanfarna daga.  Eign þeirra hefur sigið í verði og útlit er fyrir að það muni hún gera enn frekar á næstu dögum, þó vissulega sé ekki hægt að fullyrða um slíkt.

Þessi frétt á www.visir.is hlýtur þó að hafa skotið gleðineistum í brjóst þeirra, því hún sýnir að félagið heldur ótrautt áfram og heldur áfram að gera vel við starfsmenn sína, sem er jú alltaf hvati fyrir þá að vinna vel fyrir hluthafana.

Annars velti ég því mikið fyrir mér, hvers vegna þeir sem hafa frumkvæðið að eigin starfslokum, bera úr býtum langa starfslokasamninga.  Það er auðvitað best að hætta sem oftast í vinnunni.

En fréttina má einnig lesa hér að neðan.

"Hannes fær 60 milljónir í starfslokasamning

Hannes Smárason, fráfarandi forstjóri FL Group, fær 60 milljónir króna í starfslokasamning frá félaginu. Hannes hefur verið forstjóri félagsins síðan í október 2005 þegar Ragnhildur Geirsdóttir hætti. Þar á undan var hann starfandi stjórnarformaður frá árinu 2004.

Hannes var með rétt rúmar fjórar milljónir í mánaðarlaun á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu FL Group 2006. Heimildir Vísis herma að hann fái greidda fimmtán mánuði í starfslok sem gera rétt um 60 milljónir.

Um leið og Hannes lætur forstjórastarfið af hendi til Jóns Sigurðssonar þá heldur hann áfram starfi sínu sem stjórnarformaður Geysir Green Energy. Þar hyggst Hannes kaupa 23% hlut af FL Group og verða stærsti hluthafinn. Hann er einnig, eins og sakir standa, næststærsti hluthafi FL Group með 13,7% hlut.

Athygli vekur að Hannes er aðeins hálfdrættingur á við fyrirrennara sinn Ragnhildi Geirsdóttur sem fékk 130 milljónir frá FL Group eftir að hafa setið á forstjórastóli í fimm mánuði.

 


Fimm feitustu starfslokasamningarnir

1. Bjarni Ármannsson, Glitnir 6 milljarðar
2. Þórður Már Jóhannesson, Straumur-Burðarás 1,3 milljarðar
3. Axel Gíslason, VÍS 200 milljónir
4. Styrmir Bragason, Atorka 200 milljónir
5. Sigurður Helgason, Icelandair 170 milljónir"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband