29.11.2007 | 20:43
Blessað guðlastið
Þetta er auðvitað bæði skringilegt og sorglegt mál, enda alltaf til óþurftar þegar trúarbrögð blandast inn í stjórnsýslu og dómskerfi.
Þó má líklega segja að þessi dómur sé að mörgu leyti vægari en búast hefði mátt við og sem betur fer laus við "miðaldarefsingar" svo sem hýðingu eða annað slíkt. Þannig má líklega telja að utankomandi þrýstingur hafi skilað einhverjum árangri. Dómstóllinn hefur þó heldur ekki lagt í að styggja "ofsatrúarmenn" í landinu með því að sýkna í málinu.
En áður en Íslendingar hneykslast á dómum sem þessum, sem eru vissulega ekki til fyrirmyndar, væri þeim hollt að rifja upp hvenær síðast var ákært fyrir guðlast á Íslandi.
Kennari fundinn sekur í bangsamáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Já, lög um guðlast eru að sjálfsögðu enn í gildi hér á Íslandi. Hér er sagt frá helstu guðlastmálum á Íslandi.
Matthías Ásgeirsson, 30.11.2007 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.