Bensínið aftur undir 50 kall

Nú hefur bensínverð aftur verið að lækka, það verður að segjast eins og er að það gleður alltaf.  Það er þó spurning hvað það verður lengi?

En ég fyllti á bílinn í dag, í fyrsta skipti í nokkurn tíma borgaði ég minna en sem svarar 50 krónum íslenskum á lítrann.  76.5 cent var verðið sem bauðst í dag, það gerir sig á u.þ.b. 48 kr og 20 aura.

En það er merkilegt, að sama hvar maður býr, sama hvað líterinn af bensíni kostar, þá er bensínverðið sterkt í umræðunni.  Hér bölvuðu allir eins og endalokin væru í nánd þegar bensínlíterinn var yfir dollar.  Sömu rökin heyrast hér og á Íslandi, hið opinbera tekur alltof mikið til sín, skattarnir á bensín eru of háir.  Sömuleiðis bölva menn þeirri staðreynd að bensínið er miklu dýrara hér en hinum megin við landamærin.

Hér má sjá kökurit yfir skiptingu bensínverðs hér í Kanada, ég er hálf hræddur um að svipað rit fyrir Ísland liti nokkuð öðruvísi út, þar væri hlutur ríkisins mikið stærri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband