Allt í hnút

Sem betur fer lenti ég ekki í þessu öngþveiti, en ég kannast við tilfinninguna, pirringin og allt það sem fylgir því að sitja fastur í umferðinni.  Það er svo sem ekkert nýtt fyrir þeim sem búa í borgum.

Í gærkvöldi var ég einmitt að horfa á smá úttekt sem Ísland í dag gerði á umferðarmálum á höfuðborgarsvæðinu, þar virtist ástandið lítt hafa skánað þó að ég og bílinn minn hafi horfið úr umferðinni fyrir nokkrum árum.  Ég keyrði reyndar yfirleitt á móti "traffíkinni", upp á Höfða úr miðborginni á morgnana og niður í bæ um 6 sexleytið. En ég sá auðvitað "stöppuna" hinum megin við umferðareyjuna flesta daga.

Það eru mörg rök fyrir því að þetta hljóti að vera eitt af forgangsmálum nýs borgarstjórnarmeirihuta.  Það verður að greiða borgurunum leið um borgina.

Það er bæði öryggisatriði, áríðandi í því tilliti að hafa öflugar leiðir sem geta tekið við ef eitthvað bregður út af, og svo er það þjóðhagslega hagkvæmt að sem minnstur tími fari til spillis.

Auðvitað er það gott mál ef hægt er að auka notkun almenningssamganga, en fyrst og fremst verður að þjóna borgurunum.

Annars ritaði ég pistil um þetta í vor, sem ég held að sé í fullu gildi ennþá.

 


mbl.is Umferð á Miklubrautinni komin í samt horf eftir þriggja tíma umferðarteppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband