Meiri stóriðja á Íslandi? - Öll nema Reykjavíkurkjördæmin

Fyrr í dag bloggaði ég um nýja umhverfisstefnu Samfylkingarinnar og að gaman verði að sjá hvernig hún verði "boðuð" í kjördæmum þar sem margir eru að vonast eftir stóriðju.

Nú virðist eitt kjördæmið hafa bæst við, í það minnsta ef marka má fréttir ríkisútvarpsins, en á vef ruv má finna þessa frétt.

Úr fréttinni: 

"Fulltrúar járnblendifyrirtækisins Elkem eru á leið hingað til lands m.a. til að ræða um hugsanlegan flutning verksmiðju fyrirtækisins í Ålvik í Noregi til Akraness. Ekki hefur verið staðfest hversu langt þessar viðræður eru komnar en endanleg ákvörðun mun liggja fyrir um miðjan október. "

"Ein af ástæðunum fyrir því að Elkem vill gera þetta er raforkuverðið. Einn fjölmiðill í Noregi heldur því m.a. fram að Elkem hafi verið boðið 11 norskir aurar fyrir kílówattstundina, eða rúmlega ein íslensk króna sem er um fjórfalt lægra verð en í Noregi.

Ingimundur Birnir, forstjóri Íslenska járnblendifélagsins, segir að ekkert sé í hendi um hvort verksmiðjan flytjist hingað. Forsvarsmenn Elkem telji hins vegar ýmislegt aðlaðandi við að flytja hana, ekki aðeins orkuverðið heldur hagkvæmni rekstrareiningarinnar. Verksmiðjustjórinn, Fredrik Behrens, sem einnig situr í stjórn Íslenska járnblendifélagsins, er staddur hér á landi núna og fleiri forsvarsmenn Elkem eru væntanlegir til landsins á fund. Ingimundur segir að þeir séu hér til að sitja stjórnarfund deildarinnar sem Járnblendifélagið tilheyrir. Þó sé gert ráð fyrir því að þessar fyrirætlanir beri á góma á fundinum."

"Áætlanir eru uppi um að hætta framleiðslu á kísiljárni í bænum Svelkem í Vestur-Noregi og flytja hana tímabundið til Íslands í vetur í tilraunaskyni. Spurður um frekari flutninga á starfsemi Elkem til Íslands sagði Ingimundur það of skammt á veg komið til að segja nokkuð um slíkar fyrirætlanir. Elkem heldur ársfund sinn um miðjan október og er búist við að endanleg ákvörðun um hvort af þessum flutningum verður verði tekin á þeim fundi. "

Þá hlýtur að vakna spurningin hvaða afstöðu Samfylkingar í Norð-Vestur kjöræminu taka til þessara mála, vilja þeir að þessum viðræðum sé haldið áfram af fullri alvöru, eða finnst þeim rétt að fresta þeim í svona u.þ.b. 5 ár?  Það væri vissulega þarft verkefni fyrir fjölmiðlamenn að fá svör við þeim spurningum.

Eru þau þá ekki orðin fjögur af sex, kjördæmin sem vonast eftir aukinni stóriðju á næstu árum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband