18.9.2006 | 18:54
Kæri Róbert
Það opna bréf sem Róbert Marshall ritar til Jóns Ásgeirs í fjölmiðlum í dag hlýtur að teljast nokkur tímamót. Ekki aðeins vegna þess að þetta er að ég tel algerlega ný leið sem millistjórnandi velur til að ná sambandi við einn af eigendum fyrirtækins sem hann vinnur hjá.
Það sem hlýtur að vekja mesta athygli er sú trú yfirmanns NFS að Jón Ásgeir ráði því einn hver örlög stöðvarinnar verða.
Setningarnar, "Kæri Jón, þú ræður þessu á endanum. Það vita allir. Taktu slaginn með okkur." , hljóta að rata inn í annála og líklega Áramótaskaup.
Hvað oft skyldu nú hafa komið fram í fjölmiðlum, meðal annars á NFS, að Baugur eigi ekki ráðandi hlut í Dagsbrún. Þeir séu einfaldlega einn af hluthöfunum, vissulega sá stærsti, en alls ekki þeir sem þar ráði einir.
En að Jón Ásgeir ráði öllu því sem hann vilji ráða, man ég ekki að hafi komið fram í fréttum stöðvarinnar, hvorki þegar rætt er um viðskipti eða annað.
Því hljóta íslendingar að spyrja: Kæri Róbert, hvers vegna var ekki skýrt frá þessari staðreynd fyrr en nú á ögurstundu?
En stærsta spurningin er gerir Jón Ásgeir eitthvað í málinu?
Auðvitað getur enginn svarað því nema sá hinn sami Jón Ásgeir, en ef NFS lifir þessar hremmingar af, telja menn sig þá hafa fengið svarið við því hver ræður hjá Dagsbrún og 365 miðlum?
Biður um tvö ár fyrir NFS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Viðskipti, Dægurmál, Bloggar, Sjónvarp, Fjölmiðlar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.