Flúið frá Filipseyjum? - REIkað um í Hollandi?

Það virðist ekki vera á hreinu hvort að GGE og REI hafa verið með í þessu útboði eður ei, og ég verð að viðurkenna að hafa "hlaupið hálfgerðan apríl" með síðustu færslu.  Það telst mér þó til málsbóta að við "hlupum" hlið við hlið ég og mbl.is.

En enn er þetta eitthvað óljóst, alla vegna segir í þessarri nýju frétt mbl.is:

"Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru líkur til þess að íslensku fyrirtækin dragi sig til baka, þar sem þeim þykir það verð sem boðið var of hátt."

Ég verð að segja að ég býð spenntur eftir því að heyra frekari útskýringar hvað þetta varðar, eru líkur á því að þau dragi sig til baka, eða tóku þau ekki þátt í tilboðinu?  Ef þau tóku þátt í tilboðinu, vissu þau ekki af því hvaða verð átti að bjóða?  Ef þau vissu hvaða verð átti að bjóða, hví vilja þau þá draga sig til baka?

En ég fagna því ef Orkuveita Reykjavíkur hefur komist að því að þetta tilboð væri ekki raunhæft.

Það er líka talað um að Hollenska fyrirtækið Spalmere Holdings B.V. sé í eigu Íslensku fyrirtækjanna.  Nú kemur Íslenskum almenningi auðvitað ekkert við hvernig GGE hagar sínum málum, en ef það er satt að bæði REI og GGE eigi Spalmere, þá verð ég að viðurkenna að ég get ekki beðið eftir útskýringum á því hvers vegna dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur tekur þátt í "orkuútrásinni" í gegnum eignarhaldsfélag í Hollandi.

Það hlýtur að vera einhver frábær útskýring til á því, eða hvað?

Nú hljóta Íslenskir fjölmiðlamenn að vera í næturvinnu til að geta flutt almenningi allar fréttir af þessu á morgun.


mbl.is Íslensku fyrirtækin út úr tilboði á Filippseyjum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband