Afvopnun er nauðsyn

Ég get ekki annað en tekið undir þetta.  Það hlýtur að vera nauðsynlegt fyrir friðinn að stjórn Líbanon hafi "einkarétt" á því að reka her innan landamæra sinna.  Það að stjórnmálaflokkar, önnur samtök eða einstaklingar reki vopnaðar sveitir býður ekki upp á "stabílt" ástand.

Í fljótu bragði man ég ekki eftir svipuðum kringumstæðum hvað þetta varðar, nema auðvitað Weimar lýðveldið þýska, en þar voru "Freikorps", "Rauði herinn" og aðrar fylkingar áberandi á fyrstu árum lýðveldisins.  Seinna komu svo til sögunnar S.A. sveitirnar og óþarfi að fara frekar út í þá sálma.

Stjórn Líbanon getur ekki búið við það að "sjálfstæður" her geti hvenær sem er hafið árásir á grannríki þess, rétt eins og gerðist nú seint í sumar. 

Hvatning Chirac er því skiljanleg og í raun nauðsynleg, enda Frakkar í stóru hlutverki í friðargæslunni og veita henni forystu.  En einhverra hluta vegna hef ég það á tilfinningunni að "alþjóðasamfélagið" líti málið ekki sömu augum, eða takist alla vegna að flækja það svo að engan vegin sé ljóst hvaða augum það líti það.


mbl.is Chirac hvetur til afvopnunar Hizbollah
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband