En netið?

Þó að sjálfsagt verði erfitt að koma nýrri sjónvarpsstöð á traustan áhorfsgrundvöll, þá líst mér ágætlega á framtakið og hún á líklega þokkalega möguleika að hassla sér þröngan en góðan áhorfshóp.

Hins vegar gat ég hvergi séð að efnið ætti að vera aðgengilegt á netinu, alla vegna gat ég ekkert fundið á www.inntv.is  Ég held að það hljóti að vera mikilvægt fyrir stöð í þessum samræðu/pólítíska flokki að hafa efni sitt aðgengilegt á netinu.  Sjálfur er ég búsettur erlendis en horfi t.d. á nær alla þætti af Silfri Egils á netinu, kíki stundum á Fréttir, Kastljós, Ísland í dag og leyfi börnunum að horfa á Stundina okkar stöku sinnum.  Allt á netinu.

Ef einhver hefur upplýsingar hvað þetta varðar eru þær velþegnar á í athugasemdir.


mbl.is Ný sjónvarpsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband