Af "ofurfrjálslyndi" og bókabrennum

Kunningi minn einn sem gjarna hefur ţótt ég vera frekar of langt frá miđjunni í stjórnmálum vakti athygli mína á ţví sem hann sagđi feikna góđa "Bakţanka" Guđmundar Steingrímssonar í Fréttablađinu á föstudaginn.  Sagđi ađ ég yrđi ađ lesa ţá.

Ég dreif í ţví ađ "dánlóda" Fréttblađinu og lesa "Bakţankana".  Ég verđ ađ segja ađ mér ţótti ekki mikiđ koma til skrifanna.  Guđmundur virđist hafa undarlegar skođanir á ţví hvađ frjálslyndi er, alla vegna frá ţeim sjónarhóli sem ég stend á.

Í "Bakţönkunum" mátti lesa međal annars:

"En flestir eru hins vegar mjög ákveđiđ á móti bókabrennum, skiljanlega. Hinir ofurfrjálslyndu líka. En spurningin er: Af hverju er ţađ? Jú, ţćr tengjast ákveđinni viđurstyggđ í sögunni. En hér blasir viđ klemma: Ţeir sem hvađ harđast mćla međ ţví ađ ţađ sé fullkomlega í lagi ađ gefa út bćkur eins og Tíu litla negrastráka hljóta ađ telja ţađ jafnframt hiđ sjálfsagđasta mál ađ fólk brenni slíkar bćkur ef ţađ svo kýs. Ţetta eru í stuttu máli ógöngur hinna ofurfrjálslyndu."

Nú tel ég mig frjálslyndan mann en skammast mín ekkert fyrir ađ segja ađ ég er á móti bókabrennum, ţykir ţćr ekki til fyrirmyndar.  En ég er sömuleiđis á móti ţví ađ banna ţćr.  Ţađ liggur nefnilega himinn og haf á milli ţess ađ vera ósammála einhverju og vilja ađ sami hluturinn sé bannađur, eđa ţaggađur niđur.  Auđvitađ eiga allir rétt á ţví ađ brenna ţćr bćkur, hljómplötur, geisladiska, myndir eđa hvađ annađ sem ţeir vilja brenna.  Ţađ er sjálfsagđur réttur hvers og eins, svo lengi sem ţeir brjóta ekki lög t.d. hvađ varđar eignarétt eđa hegđun á almannafćri međ athćfi sínu.  Ég reikna t.d. ekki međ ađ lögreglan vćri ginkeypt fyrir ţví ađ leyfa bókabálköst á Austurvelli, né heldur ađ slökkviliđiđ gćfi ţví međmćli.

En frá ţeim sjónarhóli sem ég hef tekiđ mér stöđu á, ţykir mér ţađ einmitt vera frjálslyndi ţegar menn telja ţađ sjálfsagt ađ gefnar séu út bćkur eins og "10 litlir negrastrákar" eđa sú sama bók brennd, ţađ ţótt önnur athöfnin eđa báđar séu mönnum á móti skapi.

Frjálslyndi felst ekki síst í ţví ađ geta unnt öđrum skođanir, eđa athafnir sem eru viđ sjálf höfum ekki áhuga fyrir, eđa erum á móti.

Ţađ er ţví ekkert athugavert viđ ađ vera á móti bókabrennum, svo lengi sem ekki er veriđ ađ kalla eftir ţví ađ ţćr séu bannađar.  Ţađ er sjálfsagt ađ segja sínar skođanir á athöfnum annarra eđa ţví sem ţeir eru ađ hvetja til.

Ţegar ég las ţetta rann hins vegar upp fyrir mér hvers vegna mér ţykir oft ađ frjálslyndi ţeirra sem gjarna kalla sig "frjálslynda jafnađarmenn" vera lítiđ ţegar á reynir.  Ţeir virđast einfaldlega leggja annan skilning í orđiđ frjálslyndi heldur en ég.  Ţegar á reynir virđast ţeir líta svo á ađ ţađ sem menn séu ekki samţykkir, ţađ vilji ţeir banna.  Oft virđast ţeir reyndar líka vilja banna allt ţađ sem ţeir sjálfir eru ekki samţykkir.

P.S.  Ţađ má svo ef til vill bćta hér viđ ađ allir ţeir sem eru "réttsýnir" og hafa "samfélagslega vitund" hljóta ađ vera á móti bókabrennum, ţeir vita jú ađ pappír er ekki brenndur heldur er fariđ međ hann í endurvinnsluna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Siglaugsson

Ég held ađ ástćđan fyrir ţví ađ flest hugsandi fólk er á móti bókabrennum sé sú, ađ ţćr eru tákn um skođanakúgun. Í ţví ljósi mćtti segja, ađ ţau rök Guđmundar Steingrímssonar, ađ í ţví felist frjálslyndi ađ vera ekki andvígur bókabrennum, séu af sama toga og ef sagt vćri, ađ frjálslyndiđ krefđist umburđarlyndis gagnvart ofsóknum manna á hendur ţeim sem hafa andstćđar skođanir.

Ţorsteinn Siglaugsson, 5.11.2007 kl. 09:26

2 identicon

Vangaveltur um hvađ sé hin rétta frjálslynda afstađa gagnvart bókabrennum eru jafn hjákátlegar og t.d. rökrćđur um efnahagslega kosti og ókosti ţeirra. Á Bebel-torgi í Berlín ţar sem nasistar hófu bókabrennur sínar er lítiđ minnismerki og hjá ţví er tilvitnun í Heine (1797-1856): "Dort, wo man Bücher verbrennt, verbrennt man am Ende auch Menschen" (Ţar sem bókabrennur hefjast, verđur fólk ađ lokum brennt). Ţađ er ţví miđur kjarni málsins.

Freyr Ţórarinsson (IP-tala skráđ) 5.11.2007 kl. 11:56

3 identicon

Ég sé nú ekki betur en ađ höfundur ţessa bloggs sé efnislega sammála höfundi bakţankans. Sjálfum finnst mér skrýtiđ ađ rasískar barnabćkur séu gefnar út áriđ 2007 og ţví  feginn ađ sá ţann gjörning gagnrýndan harkalega í opinberri umrćđu undanfarnar vikur. Málfrelsiđ títtnefnda felur í sér leyfi til ađ gagnrýna og skiptast á skođunum og til ađ benda á ađ ţađ eru oft útúrsnúningar sem felast í ţví ađ hrópa Bann! og Bókabrenna! í stađinn fyrir ađ rćđa efnisatriđi málsins: a) Útkomu rasískrar barnabókar áriđ 2007 og b) ađ rasísk barnabók toppi metsölulista. Satt ađ segja er ég hissa á ađ ţessir tveir punktar hafi ekki vakiđ athygli heimspressunnar.

Og varđandi nasista ţá hefđu ţeir örugglega ekki brennt Negrastrákana á Bebel torgi heldur stillt henni upp međ viđhöfn í bókaverslunum og ţar og ţá hefđi hún örugglega selst og jafnvel toppađ metsölulistana eins og hér. Hver veit? Er ţađ hugguleg tilhugsun?

Örn Úlfar Sćvarsson (IP-tala skráđ) 5.11.2007 kl. 15:40

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband