Hver er sannleikurinn - skyldi hann vera "óþægilegur"?

Þetta er ein af þessum fréttum sem vekur líklega ekki mikla athygli, en á hana þó sannarlega skilið.  Það er þarft að velta því fyrir sér hvað breyttist á þessum tíma.  Hvað varð þess valdandi að efnið var bannað og hvað verður þess valdandi að nú vilja menn fara að nota það á ný.

Þetta er eitt af þessum atriðum sem "bolur" eins og ég hef ekki mikla, ef nokkra, möguleika á að fá niðurstöðu um, ég verð að treysta á það sem kemur í fréttum og öðrum fjölmiðlum og reyna að mynda mér skoðun út frá því. 

Var eitthvað brogað í rannsóknum sem leiddu til bannsins? Hefði verið nóg að endurskoða notkunarreglur í stað þess að banna það?  Er einhver breyting vægi mannslífa gegn tjóni á náttúrunni í matinu sem nú leyfir DDT?

Er það rétt að DDT ógni alls ekki heilsu manna, heldur sé nauðsynlegt í baráttunni gegn malaríu og geti þannig bjargað þúsundum mannslífa?

Getur verið að undanfarna áratugi hafi tugþúsundir manna tapað lífinu, sem hefðu hugsanlega lifað ef DDT hefði verið notað?

Ef vafi lék á um áhrif efnisins, var þá rétt að láta náttúruna njóta vafans?  En hvaða vafa nutu þá fórnarlömb malaríunnar?

Það má ekki misskilja það sem ég er að segja, ég er þess fullviss um að um efni á við DDT eiga að gilda notkunarreglur, og það þarf að fylgja þeim eftir.  Almenningur líka sjálfsagðan rétt á þvi að vita hvernig það er notað og hvort það hafi hugsanlega komið nálægt framleiðslu á matvörum sem honum eru boðnar til kaups.

En almenningur á líka rétt á því að berjast við sjúkdóma og útbreiðslu þeirra með þeim ráðum sem þekkt eru og eru öðrum ekki þeim mun hættulegri.

En sá hópur manna sem týndi lífinu vegna malaríu, en hefði hugsanlega átt betri lífslíkur með DDT, er jafn þögull og "vorið" sem fjallað var um í bókinni (Silent Spring) sem vitnað er til í fréttinni.

Al Gore hefur víst verið nokkuð iðinn við að lofa þessa sömu bók, skyldum við eiga von á tilkynningu frá honum um hve notadrjúgt DDT sé við að hefta útbreiðslu malaríu?  Eða væri það óþægilegur sannleikur fyrir hann?

Hér má svo finna frétt BBC sem vitnað er í í frétt mbl.is


mbl.is WHO mælir með notkun DDT í baráttunni við malaríu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk fyrir þennan pistil. Afar áhugavert og margir góðir punktar.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 16.9.2006 kl. 21:19

2 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Hversu oft er eiginlega hægt að draga sömu staðreyndirnar upp og pakka þeim inn sem nýjum?

Það eru fleiri ár síðan að samtök eins og WWF lýstu því yfir að notkun DDT í baráttunni gegn Malaríu sé eðlileg (a.m.k. á ákveðnum svæðum) og þau (og fleiri umhverfisverndarsamtök) voru ekki andvíg því þegar að Suður-Afríka hóf notkun þess á nýjan leik.

Núna er ég ekki sérfræðingur í umhverfisvernd eða einhver sérstakur áhugamaður um hana satt best að segja... en þessar upplýsingar hefur verið auðvelt að sanka að sér með því að fylgjast lítilega með almennri fjölmiðlaumfjöllun.

Annars var ég að koma heim af "Óþægilegum sannleik" með Al Gore. Þar var ýmsum áhugaverðum fróðleik velt upp. Ekkert var þó minnst á "Þögult vor", enda var umfjöllunarefnið annars eðlis.

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 17.9.2006 kl. 02:22

3 Smámynd: Björn Barkarson

Enginn einn sannleikur frekar en í öðru. Þetta mun vera spurning um hvernig eitri er "used properly". Staðreyndirnar eru af mörgum toga og hin útbreidda notkun á DDT áður fyrr, m.a. með dreifingu úr flugvélum sem drap öll skordýr en ekki bara moskító, og hið hæga niðurbrot efnisins (POP) hefur leitt til þess að eitrið er ennþá í lífkeðjunni og safnast smá saman fyrir í lífverum efst í lífkeðjunni eins og rándýrum hvers konar, t.d. ísbirnir, fálkar og ernir.

Björn Barkarson, 17.9.2006 kl. 12:39

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég þekki það ekki hve oft WHO hefur lýst því yfir að notkun DDT sé réttlætanleg, en ég hef ekki séð það fyrr en nú, það er því vissulega fréttaefni.

á vef WWF má finna eftirfarandi: "Currently, DDT's only official use, as specified by the World Health Organization (WHO), is for the control of disease vectors in indoor house spraying - although other (illegal) uses are suspected. Because of the availability of safer and effective alternatives for fighting malaria, WWF is calling for a global phaseout and eventual ban on DDT production and use." (http://www.panda.org/about_wwf/what_we_do/toxics/problems/ddt/index.cfm)

Hitt má vel vera að WWF hafi lýst því yfir að notkun DDT sé eðlileg, en það hefur farið fram hjá mér, en ég hlýt að fagna því.

Þar sem ég sagði upphaflega, var einfaldlega að "bolur" eins og ég hefði ekki tækifæri (eða tíma) til að leita í upprunann, fara í gegnum það hvers vegna (byggt á hvaða vísindalegu gögnum) bannið var sett á, eða hvaða vísindalegu rök væru þess valdandi að mælt er með notkun DDT á ný. "Bolir" eins og ég yrðum að treysta á það sem kæmi fram í fréttum. Ég var ekki að halda því fram að þessar upplýsingar væru faldar, en almenningur hefur ekki tíma eða tök á því að "rekja" allar fréttir "niður".

Eðlilega er ekki minnst á "Þögult vor" í nýjustu mynd Al Gore, en hann hefur minnst á bókina við mörg önnur tækifæri og ritaði formála að henni við nýrri útgáfur.

En ég tek undir það að líklega er enginn einn sannleikur í þessu máli frekar en mörgum öðrum. Eins og ég sagði í upphafsinnlegginu, er ég ekki að segja að notkun DDT eigi að vera óheft.

En þeim sem vilja lesa meira um DDT og skyld málefni bendi ég á http://en.wikipedia.org/wiki/Ddt Þar er ekki um afdráttarlausan sannleik að ræða frekar en annarsstaðar, en fróðleg lesning.

G. Tómas Gunnarsson, 17.9.2006 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband