16.9.2006 | 05:09
En hvað verður það þá sem veldur heimsendi?
Ég tel að yfirlýsingar sem þessar muni hafa lítil ef nokkur áhrif á "heimsendaspámennina sem hafa verið uppteknir af því að að segja okkur að olíuþurrð sé "handan við hornið".
Jafnvel þó að þeir myndu sætta sig við að olían væri ekki á þrotum, þá myndu þeir aðeins snúa sér að næsta "máli", sem án efa felur í sér endalok "siðmenningar", ef ekki heimsins eins og við þekkjum hann. Það er reyndar með eindæmum hvað samsæriskenningar blómstra nú á dögum, sem aldrei fyrr, eru reyndar orðin stór iðnaður og fjöldi fólks sem hefur framfæri sitt af þeim, með beinum eða óbeinum hætti.
Ekkert hefur verið samsæriskenningum og smiðum þeirra eins mikilvægt og internetið. Enda má sjá kenningar sem vísa í flestar heimildir sínar í misáreiðanlegar vefsíður, sem síðan vísa annað og koll af kolli, vísað er í fólk sem engin leið er að rekja og þar fram eftir götunum.
Enda nenna fæstir að eltast við þessar kenningar, en þær ganga gjarna "ljósum logum" án netinu.
Ég hef áður bloggað um skoðanir mínar um "endalok olíunnar", sem lesa má hér og samsæriskenningar, sem finna má hér.
En að lokum er rétt að hafa hér eftir máltæki sem ég sá einhversstaðar á netinu og hljóðaði svo: Það að þú sért haldinn ofsóknaræði, þýðir ekki að þeir séu ekki að fylgjast með þér.
Orð í tíma töluð.
Jarðarbúar hafa nýtt 18% olíulinda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Vefurinn, Dægurmál, Bloggar, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 07:49 | Facebook
Athugasemdir
Já trúin flytur fjöll. Það er ótrúlegt hverju menn geta trúað sé viljinn fyrir hendi. Sumir trúðu (og trúa enn) að tengsl væru milli Saddams og al Kaída og að hann ætti gjöreyðingavopn. Aðrir (þ.m.t. forseti Venúsúela) trúa að Bandaríkjastjórn hafi sjálf staðið að baki árásunum þann 11. sept. Enn aðrir trúa því að helförin hafi aldrei átt sér stað. Ég trúði því einu sinni að með aukinni menntun og bættu aðgengi að upplýsingum yrði fólk víðsýnna og upplýstara, en er stórlega farinn að efast um það.
Samt finnst mér þú ekki horfa rétt á þessa frétt. Ef rétt er að við séum búin með 18% þá er ekki langt í að við klárum olíuna með sama áframhaldi. Við verðum báðir dauðir, en í sögulegu ljósi er þetta stuttur tími. Trúir þú því kannski að ný tækni (önnur en kjarnorka) verði þá búin að leysa vandamálið?
GFJ (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 06:47
Þakka athugasemdina. Í sögulegu ljósi er þetta örskammur tími, og í sögulegu ljósi höfum við aðeins verið að nota olíu í örskamman tíma, alla vegna svo einhverju nemur. Vissulega hefur notkun okkar aukist hröðum skrefum og heldur því ábyggilega áfram um stund. En við erum líka alltaf að finna nýjar og nýjar olíulindir, þó að sumar þeirra sé erfitt að nýta með þeirri tækni sem við höfum í dag.
En já, ég trúi á aðra orkugjafa, og verður sólarljósið mjög líklega það mikilvægasta af þeim. Þegar (það verður ekkert mjög langt í það) fara að koma fram glærir "sólarpanelar" sem verður hægt að setja í glugga, þá fer að styttast í að hús geti orðið "sjálfbær" hvað rafmagn snertir, alla vegna víða.
Ég er líklega það sem margir telja bjartsýnismann, en ég tel að við munum finna leið út úr vandanum.
Hins vegar munum við ekki upplifa lágt olíuverð (alla vega ekki um langan tíma) aftur, en að stærstum hluta til er það einmitt háa verðið sem á eftir að skerpa á nýjungasmíðinni.
G. Tómas Gunnarsson, 16.9.2006 kl. 07:23
Áætlaður olíforði heims árið 2005 í milljörðum tunna
Saudi Arabia: 259.4
Canada: 178.8
Iran: 125.8
Iraq: 115.0
Kuwait: 99.0
United Arab Emirates: 97.8
Venezuela: 77.2
Russia: 60.0
Libya: 39.0
Nigeria: 35.3
United States: 21.9
Þetta gilti áður en olían fannst nýlega í djúpholunni í Mexíkóflóa
Ágúst H Bjarnason, 16.9.2006 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.