17.10.2007 | 18:52
Að finna Finn og Alfreð
Ég horfði á Kastljósið frá því í gær núna rétt áðan. Þar voru Árni Snævarr og Andrés Magnússon að ræða "borgarstjórnarmálefnin". Þáttinn má sjá hér.
Umræðan var skemmtileg, en hápunkturinn var vissulega "Finnskenningin" sem Árni setti fram. Ennfremur var áhugavert að heyra vangaveltur um hverju framvindan í Ráðhúsinu gæti breytt í ríkisstjórnarsamstarfinu. Þar heyrðist mér þeir vera að vitna til Baldurs Þórhallssonar, en viðtalið við hann hef ég ekki heyrt.
En það er augljóst að það eru fleiri að velta fyrir sér hverju þetta geti hugsanlega breytt hvað varðar landsmálin og hvort að hægt sé að nota þetta til að vekja upp úlfúð á milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Í því sambandi þarf ekki að leita lengra heldur en blogs Birkis Jóns Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins.
Það þarf ekki að kafa djúpt í bloggið til að finna aðdáunina á Alfreð, klókindum hans og von um að þau virki víðar en í Ráðhúsinu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.