Hvar Davíð keypti....

Eins og kom fram í síðustu færslu þá missti ég því sem næst af öllum tímatökunum í morgun vegna anna við uppeldi ómegðarinnar á heimilinu.

Ég sá því ekki Raikkonen tryggja sér pólinn í morgun.  En þetta voru vissulega gleðifregnir, þegar ég loks hafði tíma til að skreppa á netið um 5 leytið. 

Það var líka tími til kominn að við næðum 1 - 2 á startlínu á árinu (þetta er í fyrsta sinn) og vonandi veit það á gott fyrir morgundaginn og Massa og Raikkonen sýni McLaren hvar "Davíð keypti upplýsingar".

En þetta verður án efa spennandi keppni, ekki bara á milli Ferrari og McLaren heldur einnig sömuleiðis á milli Alonso og Hamilton, því spennan og togstreitan er ekki minni þar.  Eftir því sem getgáturnar eru, þá eru McLaren bílarnir líklega með heldur meira bensín, þannig að þeir munu keyra lengur inn í keppnina, en spurningin hvort að Ferrari nær að byggja upp nægt forskot áður en til þjónustuhléa kemur.

Kubica hefði verið líklegur til að geta gert "stóru" liðunum skráveifu, en fyrst að skipta þurfti um vél er hann líklega úr sögunni, spurning hvað Heidfeld og Rosberg geta gert.

En þetta verður vonandi fínn morgun.


mbl.is Räikkönen býst við tvísýnni keppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband