10.9.2007 | 18:49
3. metrar
Þá er Bjórárfjölskyldan búin að ákveða hvernig borðstofuborð framtíðarinnar verður. Það var lagður grunnur að mögnuðum "erfðagrip" á föstudaginn.
Þá gengum við frá vali á við og lakki, lengd og breidd og hvernig framlengingarnar væru.
Eins og oft áður þá skoluðust hugmyndirnar sem farið var með af stað, aðeins til, en auðvitað til hins betra.
Upphaflega var meiningin að fá borð ca. 40" á breidd og ca. 90" á lengd, hugsanlega aðeins 72" og þá með 18" framlengingu.
Niðurstaðan, pantað var borð um 1 1/2" furuplönkum, 40" (1 m) á breidd), 80" á lengd (2 m) og með fylgja 2. framlengingar 20" hver (50 cm) sem gerir það að verkum að þegar á þarf að halda hefur fjölskyldan yfir að ráða 3ja metra borði. Síðan voru pantaðir 4 stólar (við ætlum að nota eldri stóla sem að hluta til, svona til að byrja með). Allt þetta verður svo lakkað í dökkum valhnetulit.
Líklega kemur þetta allt saman heim að Bjórá eftir 6 til 8 vikur, ja nema blessaðir Mennonitarnir láti hendur virkilega standa fram úr ermum, en verkefnalistinn er víst víðast hvar langur hjá þeim.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Viðskipti | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.