McLies?

Það er nokkuð ljóst að langt frá því allt sem hefur komið fram í "stóra njósnamálinu" er sannleikanum samkvæmt.

Þessi framkoma Ítalska blaðamannsins er auðvitað fyrir neðan allar hellur, en það er ýmislegt sem bendir til þess að framkoma McLaren sé ekki heiðarleg heldur. 

Það er rétt að benda lesendum þessarar fréttar mbl.is, að blaðamaðurinn er ekki sakaður um að hafa falsað frétt um tölvupósta á milli ökuþóra McLaren, heldur falsaði hann frétt um innihald tölvupóstanna.  Á því er mikill munur.

FIA gerði þá kröfu á hendur ökuþórum McLaren að þeir afhentu tölvupósta sína og hefur bréfið verið birt opinberlega.  Þar segir víst m.a.:

“You will appreciate that there is a duty on all competitors and Super Licence holders to ensure the fairness and legitimacy of the Formula One World Championship. It is therefore imperative that if you do have such information, you make it available to us without delay.”

Hér er vísað til þess að ef ökumenn hafi vitneskju um ólöglegt athæfi (í þessu tilfelli af hendi McLaren) beri þeim skylda til að láta FIA þau gögn í hendur.

Hvað stendur í tölvupóstunum á hins vegar eftir að koma fyrir almenningssjónir, gerir það líklega á fimmtudaginn.

Hver kom þeim upplýsingum á framfæri við FIA að einhverjar upplýsingar gæti verið að finna í tölvupósti ökumanna McLaren er ekki vitað en væri vissulega fróðleg vitneskja.

En það er líklega best að láta dómstóla FIA eftir að dæma málinu og bíða spenntur fram á fimmtudag eftir fleiri fréttum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband