Niðurlæging

Það getur varla talist neitt annað en niðurlæging fyrir Ferrari að láta McLaren sigra 1 - 2 í Monza.  Og það því sem næst baráttulaust, ef svo má að orði komast.

Vissulega reyndi Raikkonen að klóra í bakkann, en Hamilton sýndi honum hvers vegna hann og McLaren eru með forystu í titlakeppnunum og hvers konar yfirburði þeir hafa yfir Ferrari nú um stundir. 

Þetta er að ég held í fyrsta sinn sem McLaren vinnur 1 - 2 sigur í Monza, og því sérstakt gleðiefni fyrir þá, en að sama skapi súr stund fyrir Ferrari.

Enn einu sinni er áreiðanleiki Ferrari bilsins til vandræða, Massa fellur snemma úr keppni og undirstrikar á heimavelli hve mikil vandræði hafa verið með bílinn.

Þetta er keppni sem við Ferrari aðdáendur viljum gleyma sem fyrst, og raunar hygg ég að margir okkar séu að hugsa um 2008 tímabilið, sigur í ár er einfaldlega utan seilingar.

 

 


mbl.is McLaren gjörsigrar Ferrari í Monza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vann ekki Ferrari þrefalt?

nonnig (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband