7.9.2007 | 05:26
Það þarf að virkja....
.... til þess að selja raforku til netþjónabús.
Það er hins vegar fagnaðarefni að þeir sem reka slík bú skuli hafa augastað á Íslandi, enda gott mál að dreifa orkusölunni til fleiri atvinnugreina.
En það er hins vegar sitt hvað að íhuga og framkvæma.
Það hefur oft heyrst að hinn eða þessi aðilinn hyggi á starfsemi á Íslandi en lítið orðið úr. Það á jafnt við álver sem ýmsa aðra starfsemi og "kratískir" iðnaðarráðherrar kannast vel við að lítið hafi orðið úr baráttu þeirri að fá erlend stórfyrirtæki til að fjárfesta á Íslandi.
En það er óskandi að þetta komist á legg, en hitt er líka ljóst að til að selja raforku þarf að virkja.
Það er því áríðandi að það komi skýrt fram hverju menn eru á móti. Eru menn á móti álverum, "stóriðju", eða almennt á móti virkunum?
Ef þessi fyrirtæki vilja hefjast handa, verða að vera til svör, hvaðan orkan á að koma?
Er ekki best að hefjast handa við að undirbúa fleiri virkjanir?
Væntanleg netþjónabú þurfa álíka raforku og 250 þúsund tonna álver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.