6.9.2006 | 05:31
Fréttamenn/stjórnmálamenn
Nú nýverið fékk ég mér gríðaröfluga internettengingu og hef því horft þó nokkuð á íslenskt sjónvarp, hlustað á útvarp og lesið blöðin. Allt er þetta leikur einn með góðri tengingu og íslensku stöðvarnar standa sig vel með að koma sínu efni á netið.
En það vekur athygli mína hve skilin á milli fréttamanna og stjórnmálamanna eru oft á tíðum óljós. Félagi minn sendi mér tölvupóst fyrir nokkru og vakti athygli mína á því að Jón Kristinn Snæhólm, aðstoðarmaður borgarstjóra hefði verið að stýra umræðuþætti á NFS, í forföllum Ingva Hrafns.
Í dag horfði ég á Heimi Má Pétursson, sem bauð sig fram til varaformanns Samfylkingar á síðasta landsfundi (og dró framboð sitt til baka) og sat í 11. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, ræða utanríkismál við Össur Skarphéðinsson, sem sat í 1. sæti á þeim sama lista. Fyrr í sama þætti ræddi hann við fyrrverandi formann Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, um Tony Blair og íslensk stjórnmál.
Sjálfsagt eru þetta ekki einu dæmin, en er ég einn um að finnast þetta skrýtið?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Sjónvarp | Facebook
Athugasemdir
Þetta er nú ekki beint skrítið fyrir 300 þús. manna samfélag. Ég gæti ímyndað mér að hér í Cardiff, þar sem búa u.þ.b. jafnmargir og á Íslandi, væri þetta eins. Þeir sem hafa áhuga á að fjalla um pólitík eru oft í stjórnmálum sjálfir. En það þýðir ekki að þetta sé beint gott.
Björn Barkarson, 6.9.2006 kl. 08:55
Ekki þekki ég til í Cardiff, en mér finnst þetta engan veginn eðlilegt, lítið samfélag eður ei. Þar með er ég ekki að segja að viðkomandi geti ekki starfað við fjölmiðla, en ef ritstjórn stöðvar er virk og stöðin vill vera trúverðug, þá er þetta ekki látið viðgangast. Ekki í fréttum og fréttatengdum þáttum.
G. Tómas Gunnarsson, 7.9.2006 kl. 02:30
Ekki þekki ég til í Cardiff, en mér finnst þetta engan veginn eðlilegt, lítið samfélag eður ei. Þar með er ég ekki að segja að viðkomandi geti ekki starfað við fjölmiðla, en ef ritstjórn stöðvar er virk og stöðin vill vera trúverðug, þá er þetta ekki látið viðgangast. Ekki í fréttum og fréttatengdum þáttum.
G. Tómas Gunnarsson, 7.9.2006 kl. 02:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.