Örlítið villandi, það þarf að deila í með 2.

Ekki ætla ég að fara að skipta mér af prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, heldur óska þeim alls góðs við þá framkvæmd. 

Það þykir nokkuð ljóst að framboð verður nokkru meira en eftirspurn í þessum slag og fróðlegt að sjá hver niðurstaðan verður.  Það er reyndar ekki síður fróðlegt að sjá hverjir stíga fram og taka þátt í "slagnum" nú á næstu dögum og vikum.

Það þykir næsta víst að þingmenn flokksins sækjast eftir endurkjöri, en þeir eru: Össur Skarphéðinsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Mörður Árnason og Ágúst Ólafur Ágússon.

Ekki tel ég þurfa mikla spámannsgáfu til að spá Ingibjörgu velgengni í sínu fyrsta prófkjöri og það kæmi mér á óvart ef Össur hefði ekki annað sætið.

En það sem ég vildi minnast á og mér finnst örlítið villandi, er að þegar fyrirkomulag eins og verður haft í þessu prófkjöri (og ég reikna með að aðrir flokkar noti sömuleiðis, eða eitthvað svipað), þá þarf að deila í með 2. til að fá út það sæti sem viðkomandi frambjóðendur eru að sækjast eftir.

Þannig er Steinunn Valdís að bjóða sig fram í 2. sæti á lista, í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu, eftir því hvernig niður raðast.  Ef uppröðun mín á 2. fyrstu sætunum verður rétt, má segja að hún sé að sækjast eftir því að skipa annað sætið á lista þeim sem Össur Skarphéðinsson mun leiða.

En það verður spennandi að sjá hverjir koma fram, og spennandi að sjá hver niðurstaðan verður, einna mest spennandi verður að sjá "styrkleikamælingu" á varaformanninum, Ágústi Ólafi, verður hann í "öruggu þingsæti"?

 


mbl.is Steinunn Valdís býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband