20.8.2007 | 19:53
Að lækka verðið eða ekki lækka verðið, það er...
Það er óneitanlega nokkuð algengt að sjá fréttir sem þessa, annað hvort eru kaupmenn/veitingahúseigendur sakaðir um að "skila" ekki til neytenda virðisaukaskatti, gengishækkun, nú eða hreint og beint um að vera almennt séð okrarar.
Mér finnst þetta bera nokkuð mark af tvennu, í fyrsta lagi eru "sökudólgafréttir" nokkuð vinsælar og hitt svo að lítill skilningur er á rekstri veitingastaða og verslana. Ef til vill má svo bæta að við fréttir í þessum flokkum hafa aukist nokkuð í réttu hlutfalli við fjölgun "stofa" í samfélaginu, sérstaklega auðvitað ef viðkomandi "stofur" hafa þjónustusamninga við einhver ráðuneyti.
Þó ætla ég ekki að segja að ég myndi ekki verða glaður, rétt eins og flestir aðrir, ef kaup og veitingamenn lækkuðu vörur sínar, það myndi ég vissulega verða, en ég geri mér grein fyrir því að ég á enga heimtingu á slíku, og það er margir aðrir "kraftar" þarna að verki en virðisaukaskattur og gengismál.
Hefur einhver hugleitt hvort að húsaleiga hafi hækkað frá því í mars? Nú eða kaup? Hvernig skyldi hráefnisverð hafa þróast á þessum tíma?
Þess utan reka veitingastaðir, sem og verslanir sig ekki einvörðungu á ákveðinni %, heldur spilar ákveðin sálfræði sína rullu.
Hafi einhver réttur kostað 1990 kr. fyrir vsk lækkun, ætti hann líklega að lækka niður 1810 eða álíka. Það er einfaldlega ekki "sálfræðilega" rétt verð, þar sem "sálfræðiþröskuldurinn" er líklega álitinn liggja um 2000 krónurnar. Þó væri hugsanlegt að fara í 1890, en flestir myndu líklega halda sig við 1990 krónurnar, auka hagnaðinn örlítið í það minnsta tímabundið og vera betur búinn undir að þola smá "verðþrýsting" á 1990 krónurnar.
Það kann því að vera að lækkunin skili sér með því móti á mun lengri tíma.
Hitt ber svo líka að hafa í huga að frjáls álagning ríkir á Íslandi, en að sama skapi er enginn bundinn við að skipta við önnur veitingahús/kaupmenn en þeim líkar, spurningin er hvað verðið vegur þungt þegar þau eru valin?
Verðlækkun hjá 4% veitingahúsa frá því í mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hrói Höttur lækkaði strax, og fór það sálfræðilega vel í mig.
Þeir hafa reyndar hækkað aftur, en - það er ekkert annað en hjá hinum - þannig að þeir eiga ennþá sálfræðilegan púnkt inni hjá mér.
Billi bilaði, 21.8.2007 kl. 10:17
sæll G. Tómas
það sem gleymist líka í upptalningu Dragma er að veitingamenn hafa verið að kalla eftir lækkun og niðurfellingu á öllum þeim álögum sem lagðar eru á þá t.d. svo hægt væri að lækka verð á t.d. víni, og fleira, en þessi niðurstaða sýnir að þeim er ekki treystandi til að taka við því.
því miður.
jóhanna
Jóhanna (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 18:14
Skattheimta kemur ekki sérstaklega inn í sálfræðina hvað verð snertir, það gerir hins vegar "uppgefið" verð. Það er ekki tilviljun að í þeim löndum sem gefa ekki upp skatt á verðmiða, þá er sami strúktúrinn í gangi. Það er að segja að verð enda á 90 og 99, og svo framvegis.
Það er líka gríðarlega einföldun að taka lækkun vsk útúr og halda að allir aðir þættir verðlagningar séu fastar. Þess vegna er ekki raunhæft að vera með slíkan samanburð sem gerður var.
Núna síðast er gríðarleg hækkun á hveiti, auðvitað hækkar það verð á brauði, pasta og öðrum þeim afurðum sem hveiti er notað í.
Það sem hefur þó líklega haft mestu áhrifin á Íslandi eru launahækkanir, enda hefur launaskrið verið umtalsvert undanfarna mánuði og ár. Veitingastaðir eins og aðrir verða að keppa um starfsfólk og þurfa líklega að hækka kaupið eins og aðrir. Sérstaklega hef ég heyrt af því að veitingastaðir sem hafa einsett sér að allir starfsmenn sem komi nálægt þjónustu tali Íslensku hafi lent nokkrum vandræðum og þurfa því líklega að hækka launin meira.
Eðlilega skilar slíkt sér út í verðlagið.
Það hvort að verð hafi hækkað eða lækkað segir því ekki nema hálfa söguna um hvort að lækkun vsk hafi skilað sér til neytenda.
Hver getur fullyrt að hækkanirnar hefðu ekki orðið meiri, hefði lækkunin ekki komið til? Því kann eins og ég sagði að lækkunin skili sér að mestu leyti, sé til lengri tíma litið.
Allt tal um þjófnað er út í hött í umhverfi þar sem frjáls álagning ríkir.
Umfangsmikið ríkisrekið eftirlitsbatterí, yrði að mínu mati ekki til bóta til lengri tíma litið, yrði aðeins til að auka skriffinnsku og kostnað.
Að lokum má benda á það að veitingastaðir eru utan kvóta, það er því æskilegt að þeir sem telja sig geta gert mun betur en núverandi rekstaraðila að taka til hendinni og opna staði.
G. Tómas Gunnarsson, 26.8.2007 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.