Ótrúverðugur málflutningur

Þetta þykir mér ekki trúverðugur málflutningur komandi frá manninum sem sagði í ræðu árið  2002 "If Jews all gather in Israel, it will save us the trouble of going after them worldwide."

Hvers vegna lét Hizbollah mennina ekki lausa þegar Ísrael hótaði stríði, nema það yrði gert?  Nú eða þegar Ísraelsmenn hófu árásir?  Hvers vegna er Nasrallah þess svo fullviss að stríðið hafi hafist eingöngu vegna hermannana tveggja, en ekki vegna þeirra hundruða Katyusha eldflauga sem Hizbollah skaut á Ísrael um svipað leiti?

Þetta hljómar eins og frekar ámátlegt yfirklór, þegar horft er yfir eyðilegginguna sem baráttuaðferðir Hizbollah hefur valdið.  Staðreyndin virðist vera að samtökin vilja ekki frið.

Það jákvæða úr fréttum frá þessu svæði undanfarna daga er þó að viðræður um fangaskipti virðast vera byrjaðar, og vopnahléð virkar að mestu leyti, þó að enn sé það afar brothætt, friðargæslusveitirnar enda ekki búnar að koma sér fyrir. 

Því miður þykir mér þó líklegt að þetta hafi ekki verið síðustu orusturnar þar um slóðir.


mbl.is Nasrallah: Hefði ekki fyrirskipað handtöku hermannanna hefði hann vitað af afleiðingunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sjaldan veldur einn er tveir deila...

Sigurjón, 28.8.2006 kl. 14:54

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er alveg rétt, "það þarf tvo til", eins og oft er sagt. Hitt er þó ljóst í mínum huga að kveikjan í þessu tilfelli var Hizbollah megin. En þegar ástandið er eldfimt, þarf oft ekki stóran neista. En það er frekar ósannfærandi að halda því fram að þetta hafi komið Nasrallah svo mikið á óvart, enda höfðu Hizbollah alla möguleika á að "kæla" stöðuna með því að láta mennina lausa, áður en stríð skall á.

G. Tómas Gunnarsson, 29.8.2006 kl. 04:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband