10.8.2007 | 05:33
Eins og björn úr hýði
Það er stundum sagt að tískan gangi í hringi, með örlittlum breytingingum til og frá. Stundum er rétt eins og sagan geri slíkt hið sama. Gamalkunnar stöður skjóta upp kollinum, ekki alveg eins en gamalkunnur fílingur eins og stundum er sagt.
Þannig finnst mér stundum að hegðun Rússa sé farin að minna æ meira á framkomu Sovétríkjanna sálugu, sem sumir sögðu reyndar að oft á tíðum hefði minnt á framkomu hins forna Rússlands. Eini munurinn hefði verið að "commietzar" hefði komið í stað "tzarsins".
Stundum þykir mér sem gamli "Rússnesk björninn" sé aftur kominn á kreik. Rétt eins og hann hafi vaknað af stuttu dvala, örlítið önugur, frekar svangur og ekki alveg viss um hvað hafi breyst á meðan hann var sofandi. Feldurinn hefur séð betri daga, en hann þó ennþá fullviss um eigin krafta og getuna til að sjá sér fyrir fæðu.
Framkoma Rússa við nágranna sína ber þessa merki að verulegu leyti. Hvíta Rússland og Ukraína eru ennþá að stórum hluta undir hæl þeirra og þeir koma fram af hroka gagnvart Eystrasaltslöndunum og þykir eðlilegt að þeir hafi enn eitthvað um mál að segja í fyrrverandi leppríkjum Sovétríkjanna í A-Evrópu.
Brot á lofthelgi Georgíu og meint eldflogaskot eru einnig undarleg og viðbrögðin við ásökunum Georgíumanna gamalkunnug.
Þeir skjóta niður fána og virðast ætla að reyna að helga sér stór landsvæði í kringum Norðupólinn, án viðræðna við önnur lönd sem þar liggja að.
Sömuleiðis hyggjast þeir "skjóta niður fána" í Sýrlandi, en þar hyggst Rússneski flotinn snúa aftur til hafnarborgarinnar Tartus. Það er fyrsta flotastöð sem Rússneski sjóherinn kemur sér upp utan fyrrverandi yfirráðasvæðis Sovétríkjanna sálugu.
Það er engin ástæða til að byrja að tala um "kalt stríð", alla vegna ekki enn, en þessir atburðir verðskulda að þeim séu gefin gaumur.
Sérstaklega þegar við erum að tala um ríki sem er einn helsti orkusali Evrópu. Sem bæðir tryggir þeim fé, en gerir Evrópu sömuleiðis býsna veika fyrir.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Saga | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.